Lækkun á verðbólgu gefi vonir um lækkandi vaxtastig

Vextir á Íslandi | 24. september 2024

Lækkun á verðbólgu gefi vonir um lækkandi vaxtastig

„Það er ekki við öðru að búast þegar Seðlabankinn er með stýrivextina yfir 9% í meira en ár en að það birtist okkur í einhverjum afleiðingum,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra um vaxtahækkun viðskiptabankanna.

Lækkun á verðbólgu gefi vonir um lækkandi vaxtastig

Vextir á Íslandi | 24. september 2024

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. mbl.is/Eyþór

„Það er ekki við öðru að búast þegar Seðlabankinn er með stýrivextina yfir 9% í meira en ár en að það birtist okkur í einhverjum afleiðingum,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra um vaxtahækkun viðskiptabankanna.

„Það er ekki við öðru að búast þegar Seðlabankinn er með stýrivextina yfir 9% í meira en ár en að það birtist okkur í einhverjum afleiðingum,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra um vaxtahækkun viðskiptabankanna.

Greint var frá í gær að Landsbankinn hafi hækkað vexti.

Segir Bjarni að verið sé að ganga í gegnum erfitt tímabil þar sem raunvaxtastigið sé orðið mjög hátt. 

„Við höfum farið úr því að fyrir tiltölulega skömmu síðan vera með neikvætt raunvaxtastig árið 2022 yfir í að vera með mjög háa raunvexti,“ segir forsætisráðherrann og tekur jafnframt fram að búast mátti við afleiðingum.

„Vöxtum er haldið háum í þeim tilgangi að hægja á hagkerfinu. Það ætti þess vegna ekki að koma á óvart þegar raunvaxtastigið hækkar svona mikið að það á endanum leiði út í hærri vexti.“

Vonir um að vaxtastig geti tekið að lækka

Segir hann vaxtahækkanirnar valda ákveðnum áhyggjum en á hinn bóginn verði ekki annað sagt en að Seðlabankinn sé að ná árangri þegar kemur að því að ná verðbólgu landsins niður.

„Við sjáum lækkun á verðbólgunni. Það gefur okkur auðvitað vonir um það að vaxtastigið geti í framhaldinu tekið að lækka.“

Telurðu að þetta gæti verið fyrirboði um mögulegar stýrivaxtalækkanir?

„Aðhaldið í hagkerfinu hefur vaxið mjög mikið á tiltölulega skömmum tíma og ég held að þessar vaxtahækkanir viðskiptabankanna séu kannski ekki fyrirboði endilega um vaxtalækkanir einar og sér heldur er það kannski frekar það að við sjáum að verðbólgumælingarnar eru allar í rétta átt.

Það er það sem getur gefið okkur væntingar um að við séum að ná tökum á stöðunni. Það er mikilvægt. Það þarf ekki að skoða það mjög lengi til þess að sjá að menn ná almennt ekki tökum á verðbólgu án þess að hafa jákvæða raunvexti,“ segir Bjarni og segir að stóra málið sé að mjúkri lendingu verði náð.

Verkefnið sé að ná verðbólgunni niður

„Við erum á þessum viðkvæma tímapunkti þar sem við sjáum vexti viðskiptabankanna vera að hækka en verðbólgan er að lækka þannig að já ég hlýt að segja að það horfir til þess að Seðlabankinn sé að ná tökum á verðbólguþróun sem mun á endanum leiða til þess að við fáum vaxtalækkanir í kjölfarið,“ segir forsætisráðherrann og bætir við.

„Hvenær það nákvæmlega gerist er ekki mitt að segja en þessi breyting er að eiga sér stað. Það er mikilvægt og það er mikilvægt að taka eftir því þegar glasið er hálf fullt. Verkefnið okkar er að ná verðbólgunni niður og það er að gerast og það hefur afleiðingar. Menn taka ekki verðbólgu úr 10 prósentum niður í markmið án þess að menn finni fyrir því einhverstaðar í hagkerfinu.“

mbl.is