Maður sem grunaður er um að hafa banað dóttur sinni mun sitja í almennu gæsluvarðhaldi til 21. október. Lögregla notast ekki við einangrun nema það nauðsynlega þurfi og var einangrun mannsins aflétt fyrir helgi.
Maður sem grunaður er um að hafa banað dóttur sinni mun sitja í almennu gæsluvarðhaldi til 21. október. Lögregla notast ekki við einangrun nema það nauðsynlega þurfi og var einangrun mannsins aflétt fyrir helgi.
Maður sem grunaður er um að hafa banað dóttur sinni mun sitja í almennu gæsluvarðhaldi til 21. október. Lögregla notast ekki við einangrun nema það nauðsynlega þurfi og var einangrun mannsins aflétt fyrir helgi.
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, við mbl.is
„Henni var aflétt fyrir helgi og við gerum það um leið og við getum, að aflétta einangrun. Enda hefur Ísland verið gagnrýnt fyrir það af erlendum stofnunum að nota einangrun of mikið,“ segir Grímur.
Maðurinn er sá eini sem hefur stöðu sakbornings en hann var handtekinn við Krýsuvíkurveg þann 15. september þar sem lík dóttur hans fannst.
Aðspurður segir Grímur línur málsins skýrast með hverjum degi. Þá upplýsir hann að maðurinn hafi ekki verið yfirheyrður í tæpa viku og svarar aðspurður að það séu engar upplýsingar um það að hafa.
„Það er bara eitthvað sem við tökum ákvörðun um, hvenær við teljum yfirheyrslur geta hjálpað til við rannsókn málsins. Það er engin ein skýring á því.“