Sigurður Ingi: Viljinn til að semja er fyrir hendi

Ofbeldishegðun ungmenna | 24. september 2024

Sigurður Ingi: Viljinn til að semja er fyrir hendi

„Það er rétt hjá háttvirtum þingmanni að við erum að skoða það að setja viðbótarfjármuni í að takast á við þá ömurlegu staðreynd að ofbeldi hefur vaxið meðal barna og unglinga með sérstökum hætti. Og ef það er alltaf verið að leita til sama fólksins, sem er takmarkaður fjöldi af, þá náttúrlega ráðum við ekki við það.“

Sigurður Ingi: Viljinn til að semja er fyrir hendi

Ofbeldishegðun ungmenna | 24. september 2024

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, …
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, fóru yfir málið á Alþingi í dag. Samsett mynd/mbl.is/Eggert

„Það er rétt hjá háttvirtum þingmanni að við erum að skoða það að setja viðbótarfjármuni í að takast á við þá ömurlegu staðreynd að ofbeldi hefur vaxið meðal barna og unglinga með sérstökum hætti. Og ef það er alltaf verið að leita til sama fólksins, sem er takmarkaður fjöldi af, þá náttúrlega ráðum við ekki við það.“

„Það er rétt hjá háttvirtum þingmanni að við erum að skoða það að setja viðbótarfjármuni í að takast á við þá ömurlegu staðreynd að ofbeldi hefur vaxið meðal barna og unglinga með sérstökum hætti. Og ef það er alltaf verið að leita til sama fólksins, sem er takmarkaður fjöldi af, þá náttúrlega ráðum við ekki við það.“

Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag þar sem hann var spurður út í niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu.

Ráðherra sagðist halda að það væri einbeittur vilji ríkisvaldsins til að klára slíka samninga ef sú staða kæmi upp að það sé hægt. „Þetta er bara eitt af þeim verkefnum sem ég veit að Sjúkratryggingar eru að vinna að. Vilji okkar er, held ég, alveg skýr til þess.“

Spurning um lögin í landinu

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, beindi fyrirspurninni til Sigurðar Inga. Hún sagði að þetta væri ekki bara spurning um vilja löggjafans.

„Þetta er spurning um lögin í landinu. Þessi endalausa vanvirðing við ákvarðanir Alþingis með því að neita að fjármagna þær er orðin mjög þreytt. Hæstvirtur ráðherra talar hér um að það sé svo mikið að gera hjá sálfræðingum, en, virðulegi forseti, það er nú þannig að það er búið að gera samkomulag við 20 af 1.000 starfandi sálfræðingum í landinu. Ríkisstjórnin hlýtur að geta gert betur en að benda á að þessir 20 sálfræðingar séu svo hrikalega uppteknir,“ sagði hún.

„Ég er að spyrja hæstvirtan ráðherra tveggja spurninga. Sér hann eftir því að hafa virt vilja löggjafans að vettugi? Ætlar hann að gera betur heldur en forveri sinn sem sagði eftir samþykkt laganna að það stæði ekki til að fjármagna ákvörðun Alþingis? Mun hann tryggja niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu fyrir næstu kosningar?“

Vilji til að semja er fyrir hendi

Sigurður Ingi sagði að það hefði komið skýrt fram í hans máli að stjórnvöld væru á réttri leið.

„Fjármagnið hefur vaxið. Viljinn til að semja er fyrir hendi. Það er að fjölga inn á samninginn, þetta er sem sagt opinn rammasamningur. Það er ekki nóg að hafa eingöngu fjármuni ef ekki er til fólk og ég veit að háttvirtur þingmaður hefur skilning á því. Sálfræðingarnir voru ósáttir í upphafi, vildu meira samráð og það hafa verið fundir bæði í heilbrigðisráðuneytinu, er ég upplýstur um, sem og hjá Sjúkratryggingum varðandi þetta. Þannig að ég er sannfærður um, háttvirtur þingmaður, þá sýn sem þingið hefur og við öll, að við höldum áfram að bæta þessa þjónustu og kannski ekki síst að beina þeim fjármunum og þeim krafti sem við höfum meira í átt að börnum og unglingum. Ég veit að til þess er vilji í heilbrigðisráðuneytinu,“ sagði Sigurður Ingi.

mbl.is