Svona lítur Sabrina-stjarnan út í dag

Poppkúltúr | 24. september 2024

Svona lítur Sabrina-stjarnan út í dag

Bandaríska leikkonan Melissa Joan Hart hóf leikferil sinn ung að árum, en hún skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún fór með hlutverk Clarissu Darling í þáttaröðinni Clarissa Explains It All á árunum 1991 til 1994. Leikkonan er þó þekktust fyrir hlutverk sitt sem Sabrina Spellman í unglingaþáttaröðinni Sabrina the Teenage Witch sem var sýnd í Ríkissjónvarpinu á tíunda áratug 20. aldar við miklar vinsældir. 

Svona lítur Sabrina-stjarnan út í dag

Poppkúltúr | 24. september 2024

Melissa Joan Hart í hlutverki Sabrina. Hér sést hún ásamt …
Melissa Joan Hart í hlutverki Sabrina. Hér sést hún ásamt kettinum Salem. Skjáskot/IMDb

Bandaríska leikkonan Melissa Joan Hart hóf leikferil sinn ung að árum, en hún skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún fór með hlutverk Clarissu Darling í þáttaröðinni Clarissa Explains It All á árunum 1991 til 1994. Leikkonan er þó þekktust fyrir hlutverk sitt sem Sabrina Spellman í unglingaþáttaröðinni Sabrina the Teenage Witch sem var sýnd í Ríkissjónvarpinu á tíunda áratug 20. aldar við miklar vinsældir. 

Bandaríska leikkonan Melissa Joan Hart hóf leikferil sinn ung að árum, en hún skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún fór með hlutverk Clarissu Darling í þáttaröðinni Clarissa Explains It All á árunum 1991 til 1994. Leikkonan er þó þekktust fyrir hlutverk sitt sem Sabrina Spellman í unglingaþáttaröðinni Sabrina the Teenage Witch sem var sýnd í Ríkissjónvarpinu á tíunda áratug 20. aldar við miklar vinsældir. 

Hart var aðeins fjögurra ára gömul þegar hún hóf leikferil sinn, en hún lék í auglýsingu fyrir baðleikfang sem kallaðist Splashy. Í framhaldi fékk hún ótal smáhlutverk í hinum ýmsu þáttaröðum og má þar helst nefna Kane & Abel, The Equalizer og Another World. 

Byrjaði með Ryan Reynolds

Hart lék Clarissu Darling í fjögur ár og hélt eftir það í nám við New York University. Leikkonan hætti snögglega í námi þegar henni bauðst aðalhlutverkið í sjónvarpsmyndinni Sabrina the Teenage Witch þar sem hún lék á móti óþekktum leikara að nafni Ryan Reynolds.

Meðan á tökum stóð átti parið í stuttu sambandi. 

Sjónvarpsmyndin um unglinganornina vakti mikla lukku og varð síðar að vinsælli sjónvarpsþáttaröð. 

Hart og Reynolds.
Hart og Reynolds. Skjáskot/IMDb

Endurvakti ferilinn

Eftir að Sabrina the Teenage Witch lauk göngu sinni árið 2003 fór lítið fyrir Hart í dágóðan tíma. 

Leikkonan endurvakti feril sinn árið 2009 þegar hún tók þátt í hæfileikakeppninni Dancing With the Stars. Hún hreppti í framhaldi aðalhlutverk í gamanþáttaröðunum Melissa & Joey og No Good Nick.

Hart er nú sögð vera að vinna að endurgerð á sjónvarpsþáttaröðinni Clarissa Explains It All. 

Hamingjusamlega gift

Hart hefur verið hamingjusamlega gift tónlistarmanninum Mark Wilkerson frá árinu 2003. Hjónin eiga þrjá syni á aldursbilinu 12 til 18 ára.

Leikkonan deilir reglulega myndum af fjölskyldu sinni á Instagram og greindi nýlega frá því að elsti sonur hennar væri í sambandi með stúlku sem heitir Sabrina. 

Leikkonan er 48 ára gömul.
Leikkonan er 48 ára gömul. Skjáskot/Pinterest
mbl.is