„Ég vona bara að ég nái að fagna því”

Poppkúltúr | 25. september 2024

„Ég vona bara að ég nái að fagna því”

Bandaríski leikarinn Dick Van Dyke, best þekktur fyrir hlutverk sitt í dans- og söngvamyndinni Mary Poppins frá árinu 1964, segist vonast til þess að ná að fagna 99 ára afmæli sínu sem er þann 13. desember næstkomandi.

„Ég vona bara að ég nái að fagna því”

Poppkúltúr | 25. september 2024

Leikarinn er ávallt glaður í bragði.
Leikarinn er ávallt glaður í bragði. AMY SUSSMAN

Bandaríski leikarinn Dick Van Dyke, best þekktur fyrir hlutverk sitt í dans- og söngvamyndinni Mary Poppins frá árinu 1964, segist vonast til þess að ná að fagna 99 ára afmæli sínu sem er þann 13. desember næstkomandi.

Bandaríski leikarinn Dick Van Dyke, best þekktur fyrir hlutverk sitt í dans- og söngvamyndinni Mary Poppins frá árinu 1964, segist vonast til þess að ná að fagna 99 ára afmæli sínu sem er þann 13. desember næstkomandi.

Van Dyke ræddi stuttlega við götuljósmyndara í Malibú á mánudag, en leikarinn, sem virtist vera við góða heilsu, var á rölti ásamt aðstoðarmanni sínum.

Myndband af hittingnum birtist á vefsíðu Page Six á mánudag og vakti mikla lukku, en margir aðdáendur ástkæra leikarans hafa haft áhyggjur af heilsufari hans þar sem hann hætti með stuttum fyrirvara við að veita verðlaun á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrr í mánuðinum.

Götuljósmyndarinn spurði leikarann meðal annars út í afmælisplönin og Van Dyke þurfti vart að hugsa sig um áður en hann svaraði kátur í bragði: „Ég vona bara að ég nái að fagna því.”

Van Dyke, sem hefur ávallt vakið athygli fyrir glaðlegt viðmót og vinsemd, skráði nafn sitt á spjöld sögubókanna í apríl þegar hann varð elsti leikari til þess að hljóta tilnefningu til Emmy-verðlaunanna. Hann hlaut til­nefn­ingu fyr­ir gesta­hlut­verk í banda­rísku sápuóper­unni Days of Our Li­ves.

mbl.is