Velska leikkonan Catherine Zeta-Jones fagnar 55 ára afmæli sínu í dag, miðvikudag. Í tilefni dagsins birti hún mynd af sér allsnakinni á Instagram-síðu sinni.
Velska leikkonan Catherine Zeta-Jones fagnar 55 ára afmæli sínu í dag, miðvikudag. Í tilefni dagsins birti hún mynd af sér allsnakinni á Instagram-síðu sinni.
Velska leikkonan Catherine Zeta-Jones fagnar 55 ára afmæli sínu í dag, miðvikudag. Í tilefni dagsins birti hún mynd af sér allsnakinni á Instagram-síðu sinni.
Zeta-Jones, sem er stórglæsileg og í þrusuformi, ákvað að deila myndinni sem hálfgerðri gjöf til eiginmanns síns, leikarans Michael Douglas, en hann á einnig afmæli í dag og fagnar heilum 80 hringum í kringum sólina.
Leikarahjónin hafa verið hamingjusamlega gift í 24 ár eða frá árinu 2000. Þau eiga tvö uppkomin börn, Dylan Michael og Carys Zetu.
Færsla leikkonunnar vakti strax mikla athygli á samfélagsmiðlasíðunni, en ríflega 72.000 manns voru búnir að líka við færsluna þremur tímum eftir birtingu.
„Í fæðingargallanum mínum! Eftir að hafa deilt afmælisdeginum með eiginmanni mínum í hátt í 25 ár er ég að verða uppiskroppa með gjafahugmyndir,” skrifaði Zeta-Jones meðal annars við færsluna.
Zeta-Jones hefur átt farsælan feril í Hollywood síðustu áratugi, líkt og eiginmaður hennar, og hlaut meðal annars Óskarsverðlaunin árið 2003 fyrir hlutverk sitt í dans- og söngvamyndinni Chicago.