Grasker eru í miklu uppáhaldi hjá Guðrúnu í Systró

Uppskriftir | 25. september 2024

Grasker eru í miklu uppáhaldi hjá Guðrúnu í Systró

Guðrún Kristjánsdóttir skiptir ávallt um gír á haustin þegar kemur að matargerð. Hún fer úr léttari í mat yfir í langeldaða og matarmikla rétti sem ylja líkama og sál. Þá innihalda líka réttirnir oftar en ekki grænmeti enda uppskeran aldrei meira spennandi en á haustin.

Grasker eru í miklu uppáhaldi hjá Guðrúnu í Systró

Uppskriftir | 25. september 2024

Guðrún Kristjánsdóttir skiptir um gír á haustin þegar kemur að …
Guðrún Kristjánsdóttir skiptir um gír á haustin þegar kemur að matargerð. mbl.is/Árni Sæberg

Guðrún Kristjánsdóttir skiptir ávallt um gír á haustin þegar kemur að matargerð. Hún fer úr léttari í mat yfir í langeldaða og matarmikla rétti sem ylja líkama og sál. Þá innihalda líka réttirnir oftar en ekki grænmeti enda uppskeran aldrei meira spennandi en á haustin.

Guðrún Kristjánsdóttir skiptir ávallt um gír á haustin þegar kemur að matargerð. Hún fer úr léttari í mat yfir í langeldaða og matarmikla rétti sem ylja líkama og sál. Þá innihalda líka réttirnir oftar en ekki grænmeti enda uppskeran aldrei meira spennandi en á haustin.

Guðrún er gjarnan kennd við Systrasamlagið sem nýtur mikilla vinsælda fyrir holla og heilnæma rétti og drykki. Hún hefur komið víða við, hefur til að mynda starfað sem blaðamaður og pistalhöfundur og verið ritstjóri svo fátt sé nefnt. Þá hefur matur ávallt verið henni ástfólginn og sérstaklega góðir grænmetisréttir.

„Ég reyni að nýta uppskeruna á meðan hún er spriklandi fersk. Geri oft rauðrófur með geitaosti, bakaðar gulrætur með alls kyns kryddum, ediki og olíu og bý til góða kartöflurétti  stundum með parmesanosti og smjöri. Síðan baka ég gjarnan blómkál en elska umfram allt soðið spergilkál með smjöri og salti sem ég borða með helst öllu á haustin,“ segir Guðrún dreymin á svip.

Núna fer graskerstíminn í hönd

„Svo fer núna graskerstíminn í hönd og þá er gaman. Grasker er í miklu uppáhaldi hvort sem er í súpur eða ofnrétti, sérstaklega ef ég fæ það lífrænt frá Austurland Food Coop. Ég læt einmitt fylgja hér uppskrift af einum af mörgum góðum graskersréttum sem nú er að öðlast fastan sess í lífi mínu. Hann er innblásinn af ferðalagi Rick Stein til Istanbul og er mjög vinsæll þar á slóðum. Ég skil hvers vegna.“

Aðspurð segir Guðrún haustið leggja mjög vel í sig. „Ég skipti alltaf um gír á haustin, fer úr léttari mat og grilli yfir í meira af langelduðuðum djúsí réttum sem flestir hringsnúast um grænmeti. Þá sjaldan að ég kaupi kjöt lendi ég stundum í rökræðum um magn við kjötafgreiðslufólkið í Melabúðinni þegar ég reyni að koma þeim í skilning um að kjöt hjá mér og mínum sé meðlæti, ekki aðal. Ég held að þetta sé að gerast hjá mörgum. Kjöt er að verða meðlæti og grænmetið að dafna á disknum. Þó er reyndar grænmetis- og ávaxtaneysla landsmanna uggvænlega lítil og mætti vaxa. Ég vona að botninum sér náð í þeim efnum. Það er fátt jafn þétt af næringu og gott grænmeti. Það er staðreynd,“ segir Guðrún og bætir við að hún fái sér stundum kjöt.

Guðrún nýtur þessa að gefa sér góðan tíma til njóta …
Guðrún nýtur þessa að gefa sér góðan tíma til njóta matarins. mbl.is/Árni Sæberg

„Það kemur fyrir að ég fái mér gott lambakjöt, helst læri eða hrygg og ef ég kaupi naut þá vil ég það helst beint frá býli. En gjörunnin matvæli, í mínu tilfelli; Nei, takk. Hef engan áhuga. Fiskur er mikið tekinn, sérstaklega góður þorskur en svo er ég með mjög auman blett fyrir kræklingi úr Breiðafirði sem ég matreiði með skallottulauk, hvítlauk, timiani, lárviðarlaufi og mysu með dassi af rjóma.“

Notar góða fæðu til að byggja sig upp

Eftir harðan heilsuvetur síðastliðinn vetur nota Guðrún góða fæðu, jurtir, olíur og vítamín til að byggja hana upp. „Sem sannarlega er mikið vit í. Meðal annars ætla ég að drífa mig á námskeið hjá Heiðu Björk ayurvedasérfræðingi í október, sem verður reyndar haldið í Systrasamlaginu. Það er alltaf gott að létta á meltingunni og hreinsa til af og til . Það vil ég helst gera með þeirri stórkostlegu aðferð sem indversku lífsvísindin byggja á. Þar er hugsað fyrir öllu og manneskjan séð sem ein heild í tengslum við náttúruna. Það þýðir til að mynda að á haustin eldum grænmetið frekar en að borða það hrátt og notum góðar baunir, hrísgrjón, mikið af lækningajurtum, drekkum te og ekki síst, höfum reglu á hlutunum. Jafnframt er passað vel upp á próteinin, kolvetnin og fituna. Svo er auðvitað gerð hugleiðsla, jóga og öndun og annað með þessu. Ég hef fundið mína fjöl með því að stunda crossfit og iðka jóga. Það er góð blanda.“

Stærsti mataráhrifavaldurinn í mínu lífi

Hvar færðu innblásturinn þinn fyrir matargerð?

„Stærsti mataráhrifavaldurinn í mínu lífi og margra annara er Yotam Ottolenghi sem ég sæki mikinn innblástur til enda hefur hann komið grænmeti og nýjum bragðheimi upp á næsta plan Ég er stanslaust með bækurnar hans uppi við á milli þess sem ég fylgist með því sem hann hefur fram að færa til dæmis á vef Guardian. Þar er hann líka að leggja sitt af mörkum gegn gjörunnum matvælum og svarar oft góðum spurningum eins; Ætti ég að elda upp úr ólífuolíu.? Svarið hans er: „Ég hef alltaf þrjár olíur við höndina þegar ég elda. Frábæra jómfrúarolífuolíu til að dreypa yfir rétti, salöt og eldað grænmeti eða í dressingu, hversdags ólífuolíu fyrir víðtækri notkun, og sólblóma eða aðra jurtaolíu til steikja og djúpsteikja upp úr.” Þetta er gott „ritual“.

Á hinn bóginn elti ég stundum líka trendin ef það er vit í þeim. Eins og þetta síðasta á Tiktok sem snerist um agúrkuna. Gott að koma henni inn með þessum hætti.  Í fyrra var það kotasælan. Það var líka frábært. Allt sem ekki er gjörunnið og tóm della er skemmtilegt.“

Uppáhaldshaustrétturinn hennar Guðrúnar 

Guðrún sviptir hér hulunni af einum sínum uppáhaldshaustrétti sem á vel við þessa dagana og vert er að prófa. Hér er á ferðinni ofnbakað grasker með sólþurrkuð tómatmauki og steiktum lauk. 

Ofnbakað grasker með sólþurrkuðu tómatmauki og steiktum lauk er einn …
Ofnbakað grasker með sólþurrkuðu tómatmauki og steiktum lauk er einn af uppáhaldshaustréttum Guðrúnar. mbl.is/Árni Sæberg

Ofnbakað grasker með sólþurrkuðu tómatmauki og steiktum lauk

  • 1 stórt, myndarlegt butternut grasker, afhýdd, fræhreinsað, skorið í þykkar sneiðar
  • 3 meðalstórir laukar, skornir í sneiðar
  • 1 ½ tsk. fínt salt
  • 6 msk. sólþurrkað tómatmauk, ef þið finnið það ekki, maukið sólþurrkaða tómata í matvinnsluvél
  • svartur pipar, nokkrir góðir snúningar
  • 2 msk. t.d. fínt spelt eða glútenlaust mjöl, ef vill.
  • 150 ml ólífuolía og auka til að smyrja formið

Aðferð:

  1. Blandið sneiddum lauknum saman við salt í stórri skál.
  2. Nuddið saltinu inn í laukinn með berum höndum til að brjóta hann aðeins niður.
  3. Blandið sólþurrkaða tómatmaukinu, svörtum pipar og mjöli út í.
  4. Passið að maukið og mjölið dreifist jafnt yfir laukinn.
  5. Aftur; best er að nota berar hendurnar.
  6. Dreifið svo laukblöndunni vel yfir allt graskerið.
  7. Dreypið ólífuolíunni yfir allt heila klappið og bakið í 30–40 mínútur eða þar til laukurinn er farinn að brúnast og graskerið er orðið meyrt.
  8. Galdurinn er að bera þennan látlausa rétt er að bera hann fram með grískri, tyrkneskri eða þykkri vegan jógúrt og skvetta eldpipar olíu yfir.
  9. Gott ráð er að gera stóran skammt því hann er bæði góður heitur og kaldur.
mbl.is