„Mér fannst þetta svartsýnt hjá Íslandsbanka“

Vextir á Íslandi | 25. september 2024

„Mér fannst þetta svartsýnt hjá Íslandsbanka“

Þjóðhagsspá Íslandsbanka fyrir árin 2024 til 2026 sem var birt á mánudag er svartsýn að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

„Mér fannst þetta svartsýnt hjá Íslandsbanka“

Vextir á Íslandi | 25. september 2024

Sigurður Ingi vonar að hlutirnir geti gerst hraðar en Íslandsbanki …
Sigurður Ingi vonar að hlutirnir geti gerst hraðar en Íslandsbanki spáir. Samsett mynd/mbl.is/Óttar/Kristinn

Þjóðhagsspá Íslandsbanka fyrir árin 2024 til 2026 sem var birt á mánudag er svartsýn að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

Þjóðhagsspá Íslandsbanka fyrir árin 2024 til 2026 sem var birt á mánudag er svartsýn að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

Í spánni er gert ráð fyrir að jafnaði 6% verðbólgu á þessu ári, 3,7% árið 2025 og 3% árið 2026. Einnig er spáð 9% stýrivöxtum í lok þessa árs, 7,5% í árslok 2025 og 5,5% í lok spátímans.

Í dag er verðbólgan 6% og stýrivextir 9,25%.

„Mér fannst þetta svartsýnt hjá Íslandsbanka. Ég hef væntingar til þess að hlutirnir geti gerst hraðar,“ segir Sigurður Ingi, spurður út í málið að loknum ríkisstjórnarfundi í gær.

Trúir á bjartsýnni mynd

Ráðherrann nefnir í þessu samhengi dæmi sem voru tekin í fjárlagafrumvarpinu um að verðbólgan verði komin niður fyrir 5% um næstu áramót og spá Seðlabankans um að hún verði komin í 3,6% í lok næsta árs, sem er lægra en þjóðhagsspá Íslandsbanka.

„Að því gefnu að Seðlabankinn myndi lækka stýrivextina í takti við lækkandi verðbólgu þá fannst mér þetta svartsýnni mynd en þær væntingar sem við höfum haft. Ég vil trúa á þessa bjartsýnni mynd þangað til annað kemur í ljós,“ greinir Sigurður Ingi frá.

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri og Rann­veig Sig­urðardótt­ir vara­seðlabanka­stjóri pen­inga­stefnu.
Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri og Rann­veig Sig­urðardótt­ir vara­seðlabanka­stjóri pen­inga­stefnu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vaxtalækkunarferli fari að hefjast 

Spurður út í væntingar hans til næstu vaxtaákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabankans eftir viku segir hann mjög margt benda til þess „að við séum að ná því hámarki að samfélagið sé að stöðvast“. Vísar hann þar til hárra raunvaxta og hækkana á verðtryggðum vöxtum bankanna.

„Þau skilaboð og upplýsingar hljóta að fara inn í Seðlabankann, sem tekur vissulega sína sjálfstæðu ákvörðun ég myndi sega að maður hljóti að fara vera bjartsýnni á að vaxtalækkunarferlið fari að hefjast.“

Uppfært kl. 13.10:

Íslandsbanki vill í athugasemd sinni árétta að tölurnar sem vitnað er til í fréttinni úr þjóðhagsspánni eru meðaltöl áranna 2024 og 2025. Spá bankans gerir ráð fyrir tiltölulega hraðri hjöðnun verðbólgu á komandi fjórðungum og að verðbólga verði komin niður í 5,1% í árslok 2024. Í kjölfarið áætlar bankinn að verðbólga hjaðni áfram og verði 3,1% í lok árs 2025.

mbl.is