Múffur með kanil og súkkulaðibitum úr smiðju Andreu

Uppskriftir | 25. september 2024

Múffur með kanil og súkkulaðibitum úr smiðju Andreu

Á haustin er gott að dunda sér í eldhúsinu og leyfa sér stundum að baka eitthvað góðgæti. Þessar ljúffengu múffur sem koma úr smiðju Andreu Gunnardóttur matarbloggara eru bæði ljúffengar og dúnmjúkar. Þetta er ekta múffur sem gott er að eiga með kaffinu alla daga vikunnar. 

Múffur með kanil og súkkulaðibitum úr smiðju Andreu

Uppskriftir | 25. september 2024

Múffur með kanill og súkkulaðibitum geta glatt sálina á köldum …
Múffur með kanill og súkkulaðibitum geta glatt sálina á köldum degi. mbl.is/Árni Sæberg

Á haustin er gott að dunda sér í eldhúsinu og leyfa sér stundum að baka eitthvað góðgæti. Þessar ljúffengu múffur sem koma úr smiðju Andreu Gunnardóttur matarbloggara eru bæði ljúffengar og dúnmjúkar. Þetta er ekta múffur sem gott er að eiga með kaffinu alla daga vikunnar. 

Á haustin er gott að dunda sér í eldhúsinu og leyfa sér stundum að baka eitthvað góðgæti. Þessar ljúffengu múffur sem koma úr smiðju Andreu Gunnardóttur matarbloggara eru bæði ljúffengar og dúnmjúkar. Þetta er ekta múffur sem gott er að eiga með kaffinu alla daga vikunnar. 

„Ég var alin upp við klassísku múffur í útilegum og ferðalögum og þessi uppskrift af kanilmúffum gefur þeim ekkert eftir,“ segir Andrea sem veit fátt betra en að eiga eitthvað ljúffengt með kaffinu þegar hún fær óvænta gesti eða langar að gera vel sig.

Múffur með kanil og súkkulaðibitum

  • 2 bollar hveiti
  • ½ bolli hvítur sykur
  • ½ bolli ljós púðursykur
  • 2 tsk. lyftiduft
  • ¼ tsk. salt
  • 1 msk. kanill
  • ½ bolli smjör, brætt og látið kólna aðeins
  • 2 egg
  • 2/3 bolli mjólk
  • 2 tsk. vanillusykur
  • 150 g hakkað suðusúkkulaði

 Aðferð:

  1. Hitið ofn í 175°C hita.
  2. Smyrjið múffuform með 12 hólfum eða raðið pappírsmúffuformum í hólfin eða á bökunarplötu, ef þið eigið ekki stórt múffuform.
  3. Hrærið saman smjöri, eggjum, vanillusykri og mjólk.
  4. Blandið saman hveiti, kanil, sykri, púðursykri, salti og lyftidufti í annarri skál.
  5. Bætið smjörblöndunni saman við og hrærið öllu vel saman.
  6. Blandið hökkuðu suðusúkkulaði saman við.
  7. Skiptið deiginu niður í múffuformin og bakið í 18-20 mínútur eða þar til múffurnar hafa fengið fallegan lit og áferð.
mbl.is