Næstum því allt frítt í nýrri verslun í Breiðholtinu

Heimili | 25. september 2024

Næstum því allt frítt í nýrri verslun í Breiðholtinu

„Hugmyndin með Fríbúðinni er að halda hlutum lengur í hringrásarhagkerfinu og er eins og skiptimarkaður. Það er hægt að taka dót og koma með dót. Hugmyndin er líka að skapa vettvang fyrir fólk sem er að losa sig við lítið af hlutum í einu, eins og nokkra bolla og diska,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri í Borgarbókasafninu Gerðubergi. 

Næstum því allt frítt í nýrri verslun í Breiðholtinu

Heimili | 25. september 2024

Ilmur Dögg Gísladóttir.
Ilmur Dögg Gísladóttir. Ljósmynd/Aðsend

„Hugmyndin með Fríbúðinni er að halda hlutum lengur í hringrásarhagkerfinu og er eins og skiptimarkaður. Það er hægt að taka dót og koma með dót. Hugmyndin er líka að skapa vettvang fyrir fólk sem er að losa sig við lítið af hlutum í einu, eins og nokkra bolla og diska,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri í Borgarbókasafninu Gerðubergi. 

„Hugmyndin með Fríbúðinni er að halda hlutum lengur í hringrásarhagkerfinu og er eins og skiptimarkaður. Það er hægt að taka dót og koma með dót. Hugmyndin er líka að skapa vettvang fyrir fólk sem er að losa sig við lítið af hlutum í einu, eins og nokkra bolla og diska,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri í Borgarbókasafninu Gerðubergi. 

Fríbúðin er hugsuð sem skiptimarkaður þar sem er hægt að koma með hluti sem nýtast ekki lengur og taka það sem vantar. Verslunin er staðsett í Gerðubergi í Breiðholti og er samstarfsverkefni Skrifstofu umhverfisgæða, Góða hirðisins og Borgarbókasafnsins í Reykjavík.

„Í Fríbúðina er líka hægt að skila til dæmis gömlum batteríum, kertastubbum, litlum raftækjum, prenthylkjum og brotnu leirtaui. Sorpa sér svo um að sækja það og koma því á réttan stað í endurvinnslunni.“

Næstum því allt frítt í versluninni

Hugmyndin er fengin að danskri fyrirmynd sem kallast nærgenbrugsstation og er að finna víða í Danmörku að sögn Ilmar. „Við höfum verið að gera tilraunir með skiptimarkaði og höldum reglulega fræðsluviðburði um umhverfismál og erum með smiðjur þar sem nýtni er höfð að leiðarljósi. Eitt af langtímamarkmiðum borgarinnar er að minnka sorp um 20% og það er gert meðal annars með því að bjóða upp á úrræði sem þetta en einnig fræða fólk um hvernig sé hægt að gera við í stað þess að henda.“

Er allt frítt eða eru einhverjir hlutir sem kosta?

„Það er allt frítt nema húsgögnin og nokkrir stemningshlutir,“ svarar Ilmur.

Hvaða hluti má koma með í verslunina?

„Það má koma með eldhúsdót, skauta og frístundadót, borðspil, garn, myndir í römmum, jólaskraut, teppi og mottur, leikföng og ýmislegt smálegt. Við tökum ekki við húsgögnum og fatnaði. Við munum svo reglulega kalla eftir árstíðarbundnum hlutum og erum þá með viðburði í stíl við það sem við köllum eftir.“

Hún segir verkefnið tilraunaverkefni til eins árs en vonir standa til um að það haldi áfram og opni jafnvel í fleiri bókasöfnum. „Á meðan tilrauninni stendur erum við að læra af notendum og viljum þróa þetta í samtali með fólkinu á bókasafninu og þeim sem heimsækja búðina.“

„Markmið búðarinnar er að minnka sóun og færa endurvinnslu nær borgurunum. Að bjóða upp á vettvang fyrir fólk að koma með hluti sem það er hætt að nota og vilja koma því áfram til næsta eiganda,“ segir Ilmur.

„Að fræða fólk um umhverfismál og hringrásarhagkerfið á skemmtilegan og aðgengilegan hátt.“

Þau sem vilja koma með dót í Fríbúðina geta komið á opnunartíma hússins og sett í kassa eða poka við skilakassana í Fríbúðinni. Fríbúðin opnar í dag, 25. september klukkan 16, og verður opnunartíminn í takt við Borgarbókasafnið í Gerðubergi.

mbl.is