Lögreglan í Södertälje í Svíþjóð, rúma þrjátíu kílómetra suðvestan Stokkhólms, var með mikinn viðbúnað við einbýlishús í Hölö þar í bænum fram á morgun eftir að skotið var á það í nótt.
Lögreglan í Södertälje í Svíþjóð, rúma þrjátíu kílómetra suðvestan Stokkhólms, var með mikinn viðbúnað við einbýlishús í Hölö þar í bænum fram á morgun eftir að skotið var á það í nótt.
Lögreglan í Södertälje í Svíþjóð, rúma þrjátíu kílómetra suðvestan Stokkhólms, var með mikinn viðbúnað við einbýlishús í Hölö þar í bænum fram á morgun eftir að skotið var á það í nótt.
Að sögn Helenu Boström Thomas, upplýsingafulltrúa lögreglunnar í Södertälje, er tæknideildarfólk enn við rannsóknir á vettvangi og hefur svæði umhverfis húsið verið lokað af meðan á þeim stendur. Þá stendur leit yfir að þeim er þarna var eða voru að verki.
Svarar Thomas þeirri spurningu sænska ríkisútvarpsins SVT játandi hvort talið sé að atburðurinn í nótt tengist væringum glæpagengja á Stokkhólmssvæðinu. „Já, það er ljóst, og í tilfellum á borð við þetta skoðum við alltaf þann möguleika að tengsl séu við aðra svipaða atburði.
Hún vill ekki kveða upp úr með það hvort haft hafi verið í hótunum við einhvern þeirra sem í húsinu búa en það var raunar mannlaust þegar skotunum var hleypt af og má sjá fjölda kúlnagata í hurð fyrir aðaldyrum hússins. „Rannsókn málsins á eftir að leiða það í ljós þegar henni vindur fram,“ segir Thomas.