Færustu matreiðslumenn landsins bjóða til glæsilegrar matarupplifunnar á veitingastaðnum Eiríksdóttir í Grósku þann 12. Október næstkomandi. Þeir eru búnir að setja saman stjörnumatseðil sem er engum líkur og matargestir eiga von á matarupplifun sem mun snerta öll skilningarvitin.
Færustu matreiðslumenn landsins bjóða til glæsilegrar matarupplifunnar á veitingastaðnum Eiríksdóttir í Grósku þann 12. Október næstkomandi. Þeir eru búnir að setja saman stjörnumatseðil sem er engum líkur og matargestir eiga von á matarupplifun sem mun snerta öll skilningarvitin.
Færustu matreiðslumenn landsins bjóða til glæsilegrar matarupplifunnar á veitingastaðnum Eiríksdóttir í Grósku þann 12. Október næstkomandi. Þeir eru búnir að setja saman stjörnumatseðil sem er engum líkur og matargestir eiga von á matarupplifun sem mun snerta öll skilningarvitin.
Innan teymisins eru fyrrverandi keppendur stærstu matreiðslukeppni í heimi Bocuse d’Or sem verður haldin næst í Lyon í Frakklandi í janúar á næsta ári
Veislan er einmitt til styrktar næstu Bocuse d’Or keppni þar sem Sindri Guðbrandur Sigurðsson matreiðslumaður og Kokkur ársins 2023 mun keppa fyrir Íslands hönd.
Bocuse d’Or er allra virtasta matreiðslukeppni sem haldin er í heiminum og verið haldin síðan 1987 í Lyon Frakklandi, og komast færri þjóðir að enn vilja. 24 þjóðir fá keppnisrétt eftir að hafa komist í gegn úr forkeppni í sinni heimsálfu. Bocuse d’Or er kölluð hin eina sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu.
Íslendingar hafa verið með frá árinu 1999 og er árangur þeirra vægast sagt glæsilegur og sýnir tölfræðin að Íslendingar eru í hópi 6 bestu þjóða í heiminum í matreiðslu og er óhætt að krefjast árangurs í komandi keppnum.
Árið 1999 fór Sturla Birgisson sem frumkvöðull fyrir Íslands hönd og náði þar fimmta sætinu sem er glæsilegur árangur í fyrstu keppni sem Íslendingar eru með og ruddi þar veginn fyrir næstu keppendur með reynslu og þekkingu á Bocuse d’Or.
Hákon Már Örvarsson fór næstur árið 2001 og var í þriðja sæti. Þann árangur jafnaði svo Viktor Örn Andrésson árið 2017 tíu árum eftir að hafa verið aðstoðarmaður hjá Friðgeir Inga Eiríkssyni árið 2007.
Björgvin Mýrdal, Ragnar Ómarsson, Þráinn Freyr Vigfússon, Sigurður Helgason, Sigurður Laufdal, Bjarni Siguróli, Sigurjón Bragi Geirsson, eru allir framúrskarandi kokkar sem einnig hafa keppt fyrir Íslands hönd í þessari allra sterkustu matreiðslu keppni heims
Eftirtekarverður árangur þessarar litlu þjóðar í þessari keppni varð til þess að Michelin Guide opnaði loksins á Ísland. Það liggur fyrir að með komu Michelin Guide til Íslands hefur allt annar markhópur efnaðra ferðamanna bæst við í flóruna í ferðaþjónustunni.
Þeir matreiðslumenn sem keppninni tengjast á Íslandi hafa myndað ákveðið hryggjarstykki í fagmennsku veitingageirans sem og í kennslu til annara í faginu. Aðeins bestu matreiðslumenn á Íslandi hafa átt möguleika á að taka þátt í keppninni og velja með sér mest framúrskarandi aðstoðarmennina sem koma svo út á vinnumarkaðinn sem frábærir fagmenn.
„Mikla frumkvöðla hugsun, mikla vinnu, kjark og þor til að fara út í svona keppni því ferlið í hvert skipti eru tvö ár. Endalausar æfingar, mikið hráefni, hönnun, sérsmíði er eitthvað sem kallar á mikla fjáröflun þó að allir einstaklingar sem að þessu koma séu í sjálfboðavinnu,“ segir Friðgeir Ingi Eiríksson einn eiganda veitingastaðarins Eiríksdóttir og þeirra sem stendur að styrktarsamkomunni.
„Bocuse Akademía Íslands safnar styrkjum og tekur að sér ýmis verkefni til að standa straum af heildar reikningnum á ferlinu í hvert skipti eða um 30 miljónir. Nauðsynlegt er að fá hjálp frá stjórnvöldum til að gera þetta allt rétt og hefur það sannast að það hefur skilað sér margfallt til baka,“ segir Friðgeir að lokum og vonar að það verði húsfyllir þetta kvöld.
Hægt er að bóka borð á viðburðinn gegnum veitingastaðinn Eiríksdóttir í Grósku.