Bandaríska spjallþáttastjarnan Hoda Kotb tilkynnti fyrr í dag að hún hygðist láta af störfum sem þáttastjórnandi Today á næsta ári. Hún tjáði áhorfendum þetta við upptökur á hinum sívinsæla morgunþætti.
Bandaríska spjallþáttastjarnan Hoda Kotb tilkynnti fyrr í dag að hún hygðist láta af störfum sem þáttastjórnandi Today á næsta ári. Hún tjáði áhorfendum þetta við upptökur á hinum sívinsæla morgunþætti.
Bandaríska spjallþáttastjarnan Hoda Kotb tilkynnti fyrr í dag að hún hygðist láta af störfum sem þáttastjórnandi Today á næsta ári. Hún tjáði áhorfendum þetta við upptökur á hinum sívinsæla morgunþætti.
Kotb hefur stýrt þættinum frá árinu 2007 en sjónvarpskonan hefur starfað fyrir NBC-sjónvarpsstöðina síðastliðin 26 ár og á orðið stóran aðdáendahóp.
Kotb, sem fagnaði 60 ára afmæli sínu í ágúst, segist vilja eyða meiri tíma með börnunum sínum, en hún á tvær ættleiddar dætur.