Merki um kólnun á íbúðamarkaði

Húsnæðismarkaðurinn | 26. september 2024

Merki um kólnun á íbúðamarkaði

Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG Verks segir heldur hafa hægst um á íbúðamarkaði á síðustu vikum. Þó sé ótímabært að draga of miklar ályktanir út frá sölu síðustu vikna.

Merki um kólnun á íbúðamarkaði

Húsnæðismarkaðurinn | 26. september 2024

ÞG verk er meðal annars að byggja í Urriðaholti.
ÞG verk er meðal annars að byggja í Urriðaholti. mbl.is/Sigurður Bogi

Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG Verks segir heldur hafa hægst um á íbúðamarkaði á síðustu vikum. Þó sé ótímabært að draga of miklar ályktanir út frá sölu síðustu vikna.

Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG Verks segir heldur hafa hægst um á íbúðamarkaði á síðustu vikum. Þó sé ótímabært að draga of miklar ályktanir út frá sölu síðustu vikna.

Tilefnið er að fasteignasali sem Morgunblaðið ræddi við sagði hafa hægst á markaðnum síðustu vikur. Taldi hann meginskýringuna þá að bankarnir hefðu hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum.

Meiri sala en búist var við

ÞG Verk seldi um 130 íbúðir á fyrri hluta ársins. Hafði þá selt 269 af 295 íbúðum í þremur fjölbýlishúsum í Vogabyggð í Reykjavík, í Smárabyggð í Kópavogi og í Urriðaholti í Garðabæ. Samsvaraði það um 91% íbúða sem fyrirtækið var þá með tilbúnar til afhendingar.

Umfram væntingar

Þorvaldur segir eftirspurn frá Grindvíkingum hafa örvað markaðinn í byrjun þessa árs.

„Salan á fyrri hluta ársins var mun betri en við bjuggumst við. Það var mikil tregða á íbúðamarkaði í fyrrahaust og lítil sala en hún tók svo við sér fljótlega eftir þessa atburði á Reykjanesskaganum. Sá kippur sem kom í markaðinn hélst nokkuð vel fram á síðsumarið. Við sjáum nú hins vegar samdrátt í sölu. Það er þó kannski ekki mikið að marka. Við eigum enda svo fáar eignir óseldar. Það er næstum orðið uppselt hjá okkur. Svo koma næstu verkefni ekki í sölu fyrr en á næsta ári,“ segir Þorvaldur.

Að hans sögn hefur ÞG Verk selt tíu íbúðir á þriðja ársfjórðungi, sem lýkur á mánudaginn kemur, en það telst verulegur samdráttur frá fyrstu tveimur ársfjórðungum.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

mbl.is