Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra segir að það sé miður hve langan tíma rannsóknin tók í tengslum við byrlunarmálið svokallaða. Lögreglan segir að gildar skýringar séu á því, en tekið er fram að rannsóknin hafi engu að síður verið samfelld.
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra segir að það sé miður hve langan tíma rannsóknin tók í tengslum við byrlunarmálið svokallaða. Lögreglan segir að gildar skýringar séu á því, en tekið er fram að rannsóknin hafi engu að síður verið samfelld.
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra segir að það sé miður hve langan tíma rannsóknin tók í tengslum við byrlunarmálið svokallaða. Lögreglan segir að gildar skýringar séu á því, en tekið er fram að rannsóknin hafi engu að síður verið samfelld.
„Veikindi eins sakbornings höfðu mikil áhrif á gang rannsóknarinnar sem og ágreiningur við sakborninga sem töldu sig ekki bera sömu skyldu og aðrir til að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna stöðu sinnar sem blaðamenn,“ segir í tilkynningu lögreglu vegna málsins.
Þá kemur fram, að fjallað hafi verið um málið á þremur dómstigum, auk þess sem gerðar hafi verið vanhæfiskröfur á starfsmenn embættisins sem fjallað hafi verið um á tveimur dómstigum og þessi málaferli hafi tafið rannsókn málsins mikið.
„Málið féll ekki undir forgangsmál í samræmi við almenn fyrirmæli ríkissaksóknara auk þess sem önnur atriði höfðu áhrif á rannsóknartímann. Ekki tókst að afla fullnægjandi stafrænna gagna þar sem þeim hafði verið eytt og réttarbeiðnir sem sendar voru erlendum tölvuþjónustufyrirtækjum hafa enn ekki skilað árangri. Það liggur fyrir að ekki hefur tekist að sanna hver afritaði upplýsingar af síma í einkaeigu og með hvaða hætti þrátt fyrir að vísbendingar séu uppi um það. Af þessum sökum sem og vegna sjónarmiða um fyrningu hefur embættið ákveðið að hætta rannsókn í þessu máli gegn öllum sakborningum,“ segir enn fremur í tilkynningunni.
Þá er bent á, að embættinu sé skylt samkvæmt sakamálalögum að taka til rannsóknar mál þar sem grunur sé um refsiverða háttsemi óháð því hver það sé sem tilkynnir brot eða sé sakaður um brot. Embættið telur sig hafa uppfyllt skyldur sínar og hefur aðilum máls verið tilkynnt um málalok.