Óvíst hvort niðurstaðan verður kærð

Samherji í Namibíu | 26. september 2024

Óvíst hvort niðurstaðan verður kærð

Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar, segir að ekki hafi verið tekin afstaða til þess hvort niðurstaða byrlunarmálsins svokallaða verði kærð til ríkissaksóknara.

Óvíst hvort niðurstaðan verður kærð

Samherji í Namibíu | 26. september 2024

Eva Hauksdóttir.
Eva Hauksdóttir. Ljósmynd/Brian Sweeny

Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar, segir að ekki hafi verið tekin afstaða til þess hvort niðurstaða byrlunarmálsins svokallaða verði kærð til ríkissaksóknara.

Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar, segir að ekki hafi verið tekin afstaða til þess hvort niðurstaða byrlunarmálsins svokallaða verði kærð til ríkissaksóknara.

Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá því fyrr í dag að málið hefði verið látið niður falla eftir rúmlega þriggja ára rannsókn. 

Aðspurð segir Eva að niðurstaðan hafi ekki komið sér á óvart. „Þetta er búið að dragast alveg von úr viti. Það er þannig í sakamálum að það eru gerðar ríkar sönnunarkröfur, sem betur fer. Ég get ekki sagt, miðað við framkvæmd á þessum málum og verklag lögreglunnar almennt, að þetta komi neitt sérstaklega á óvart,“ segir hún.

„En það er ýmislegt sem ég hef við þessa rannsókn að athuga. Það er margt sem ég hefði viljað sjá að yrði gert betur. Ég vil hins vegar ekki fara út í þá sálma akkúrat núna.“

Spurð út í óvenju langa facebookfærslu lögreglunnar þar sem gert var grein fyrir niðurstöðunni segir Eva: „Það er óvenjulegt að lesa svona og ég held að það segi alveg sitt. En ég held að það verði hver að túlka það fyrir sig.“

Eva og Páll hafa einn mánuð til að ákveða hvort þau ætla að kæra ákvörðunina til ríkissaksóknara.

mbl.is