11 ómissandi hlutir fyrir haustið

Óskalistinn | 27. september 2024

11 ómissandi hlutir fyrir haustið

Tími rútínunnar er runninn upp, helgin nánast hafin og þess vegna er óskalistinn að þessu sinni þægilegur. Strigaskór í haustlitunum, léttur jakki fullkominn fyrir göngutúra, ilmkerti, kokkabók og nærandi andlitskrem er meðal annars þeir hlutir sem við þurfum á að halda núna. 

11 ómissandi hlutir fyrir haustið

Óskalistinn | 27. september 2024

Ilmkerti, gott rifjárn, trefill og naglalakk er á óskalistanum.
Ilmkerti, gott rifjárn, trefill og naglalakk er á óskalistanum. Samsett mynd

Tími rútínunnar er runninn upp, helgin nánast hafin og þess vegna er óskalistinn að þessu sinni þægilegur. Strigaskór í haustlitunum, léttur jakki fullkominn fyrir göngutúra, ilmkerti, kokkabók og nærandi andlitskrem er meðal annars þeir hlutir sem við þurfum á að halda núna. 

Tími rútínunnar er runninn upp, helgin nánast hafin og þess vegna er óskalistinn að þessu sinni þægilegur. Strigaskór í haustlitunum, léttur jakki fullkominn fyrir göngutúra, ilmkerti, kokkabók og nærandi andlitskrem er meðal annars þeir hlutir sem við þurfum á að halda núna. 

Naglalakk í haustlitunum

Chanel-naglalökkin þykja alltaf einstaklega falleg og þessi djúpbrúni litur svíkur engan. 

Naglalakk frá Chanel í litnum 185, Faun.
Naglalakk frá Chanel í litnum 185, Faun.

Létt úlpa

Nú er þörf fyrir létta úlpu áður en þykka dúnúlpan tekur við í hávetur. Þessi úlpa frá 66°Norður nýtist í margt og er í fallegum ólífugrænum lit.

Létt úlpa frá 66°Norður, kostar 48.500 kr.
Létt úlpa frá 66°Norður, kostar 48.500 kr.

Nærandi andlitskrem

Margir finna fyrir breytingum á húðinni þegar kólnar í veðri. Þá er ráð að sækja í næringarríkt andlitskrem sem frískar upp á húðina og undirbýr hana fyrir veturinn.

Andlitskrem frá Blue Lagoon, BL+ The Cream. 15 ML kosta …
Andlitskrem frá Blue Lagoon, BL+ The Cream. 15 ML kosta 8.900 krónur en 50 ML kosta 24.900 kr.

Strigaskór í haustlitunum

Það er enn hægt að nota strigaskó á þeim dögum sem þurrt er. Þessir eru í haustlitunum en ganga alveg upp allt árið. Strigaskór sem þessir nýtast þér í vinnuna, göngutúrinn eða bæjarröltið.

Gazelle strigaskór frá Adidas, fást í GK Reykjavík og kosta …
Gazelle strigaskór frá Adidas, fást í GK Reykjavík og kosta 25.995 kr.

Dásamlegt ilmkerti

Sumir ganga svo langt og segja að ilmkertið sem fæst á Edition-hótelinu í miðbæ Reykjavíkur sé eitt það besta sem völ er á. Svart glasið er líka hægt að nota áfram þar sem það passar inn í hvaða rými sem er. Notist sparlega!

Ilmkerti frá Edition-hótelinu, kostar 12.100 kr.
Ilmkerti frá Edition-hótelinu, kostar 12.100 kr.

Mjúkur púði

Það þarf ekki að vera dýrt að koma heimilinu í haustlitina heldur má gera mjög mikið með því að breyta um púða og setja hlýtt teppi. 

Púði frá Tekk, kostar 16.900 kr.
Púði frá Tekk, kostar 16.900 kr.

Fyrir þau sem ætla út úr húsi

Ef planið er ekki að eyða allri helginni inni þá er þetta gallavesti frá Ganni flott fyrir hvaða tilefni sem er. Það má nota í hádegisverð með vinum og áfram ef haldið er út á lífið.

Gallavesti frá Ganni, fæst í Andrá og kostar 36.900 kr.
Gallavesti frá Ganni, fæst í Andrá og kostar 36.900 kr.

Besta rifjárn í heimi?

Öll heimili ættu að eiga gott rifjárn og þetta frá Microplane er talið vera eitt það besta. Það má nota fyrir svo margt en þá aðallega til að rífa parmesan-ostinn yfir pastarétt helgarinnar.

Microplane-rifjárn, fæst í Kokku og kostar 3.890 kr.
Microplane-rifjárn, fæst í Kokku og kostar 3.890 kr.

Mjúkur trefill

Treflar eru ómissandi í fataskápinn eins og flest allir vita. Fyrir þau sem sækja mikið í svartar yfirhafnir ættu að horfa á trefla í öðrum litum eins og brúnum eða dökkgrænum lit.

Trefill frá Bruun & Stengade, fæst í Mathildu og kostar …
Trefill frá Bruun & Stengade, fæst í Mathildu og kostar 9.990 kr.

Víðar joggingbuxur

Þessar buxur eru fullkomnar heimabuxur en það má alveg skreppa í þeim út í búð eða í göngutúr ef fólk er í þannig skapi.

Joggingbuxur úr Zöru sem kosta 4.595 kr.
Joggingbuxur úr Zöru sem kosta 4.595 kr.

Matreiðslubókin frá Coocoo's Nest

Þau sem sakna veitingastaðarins Coocoo's Nest geta endurskapað réttina heima hjá sér. Hjónin Íris Ann Sigurðardóttir og Lucas Keller gáfu út þessa veglegu kokkabók en þau ráku staðinn í um það bil tíu ár. Það er um að gera að eyða svolitlum tíma í eldhúsinu og spreyta sig á nýjum réttum.

Coocoo's nest kokkabók, fæst í Sölku og kostar 10.690 kr.
Coocoo's nest kokkabók, fæst í Sölku og kostar 10.690 kr.
mbl.is