#37. - Spangólandi ráðherrar og ósvífinn stjórnandi

Spursmál | 27. september 2024

#37. - Spangólandi ráðherrar og ósvífinn stjórnandi

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, sat fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála. Auk hans mættu þau Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir, einn þátta­stjórn­andi hlaðvarps­ins Komið gott, og Björn Ingi Hrafns­son, rit­stjóri Vilj­ans, til að rýna í helstu frétt­ir líðandi viku.

#37. - Spangólandi ráðherrar og ósvífinn stjórnandi

Spursmál | 27. september 2024

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, sat fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála. Auk hans mættu þau Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir, einn þátta­stjórn­andi hlaðvarps­ins Komið gott, og Björn Ingi Hrafns­son, rit­stjóri Vilj­ans, til að rýna í helstu frétt­ir líðandi viku.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, sat fyr­ir svör­um í nýj­asta þætti Spurs­mála. Auk hans mættu þau Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir, einn þátta­stjórn­andi hlaðvarps­ins Komið gott, og Björn Ingi Hrafns­son, rit­stjóri Vilj­ans, til að rýna í helstu frétt­ir líðandi viku.

Þátturinn var sýndur í streymi hér á mbl.is fyrr í dag en upptöku af honum má sjá í spilaranum hér efst í fréttinni, á Spotify og YouTube og er hún öllum aðgengileg.

Stærsta spurn­ing­in

Svandís Svavars­dótt­ir tek­ur við kefl­inu í VG í næstu viku. Hún mun stöðva frek­ari breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um. Er rík­is­stjórn­in sprung­in vegna þess­ara vend­inga eða munu flokk­arn­ir finna leið út?

Þetta er stærsta spurn­ing­in í ís­lensk­um stjórn­mál­um þessa stund­ina og miðað við það hversu hratt hlut­irn­ir hafa gerst að und­an­förnu gætu kosn­ing­ar verið hand­an við hornið.

Til þess að rýna í stöðuna mættu þau Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir, hönnuður og hlaðvarps­stjórn­andi, og Björn Ingi Hrafns­son, rit­stjóri Vilj­ans, í myndver í Hádegismóum. Fóru þau yfir það hvaða staða er að teikn­ast upp í stjórn­mál­un­um og hvort Bjarni Bene­dikts­son hafi ein­hver há­spil á hendi til þess að bregðast við þeim eitruðu sókn­ar­leikj­um sem Svandís hef­ur leikið eft­ir að í ljós kom að Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son hygðist ekki halda í for­manns­stól­inn í VG held­ur láta hann Svandísi eft­ir.

Er Svandís bundin af samkomulaginu?

Að loknu samtali við Björn Inga og Kristínu var röðin komin að Sigurði Inga Jóhannssyni, fjármála- og efnahagsráðherra og formanni Framsóknarflokksins. Svo virðist vera sem hann standi mitt á milli Svandísar og Bjarna Benediktssonar en á sama tíma hefur Sigurður Ingi handsalað samkomulag við Bjarna og Guðmund Inga Guðbrandsson um að halda stjórnarsamstarfinu út kjörtímabilið. En er Svandís bundin af þeim griðasáttmála?

Fylgstu með fjörugri og upplýsandi umræðu í Spursmálum hér á mbl.is alla föstudaga klukkan 14.

mbl.is