Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir nýjar verðbólgutölur vera fagnaðarefni en verðbólgan mælist nú 5,4 prósent og hefur ekki verið minni síðan í desember 2021.
Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir nýjar verðbólgutölur vera fagnaðarefni en verðbólgan mælist nú 5,4 prósent og hefur ekki verið minni síðan í desember 2021.
Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir nýjar verðbólgutölur vera fagnaðarefni en verðbólgan mælist nú 5,4 prósent og hefur ekki verið minni síðan í desember 2021.
„Þetta er bara í takt við það sem hagdeildin okkar hefur verið að segja. Þau mátu það svo að verðbólgan færi niður í 5,4 - 5,6 prósent og við fögnum því að niðurstaðan er í neðri kantinum. Tölurnar sýna að verðbólgan er að keyrast niður og einkaneyslan er að minnka allverulega,“ segir Finnbjörn við mbl.is.
Finnbjörn segist líka fagna því að áhrif kjarasamninganna séu enn að hafa áhrif og nefnir í því sambandi fríar skólamáltíðir.
„Þetta segir okkur að við gerðum rétta hluti í kjarasamningum og þó svo að þetta sé bara ein mæling þá vonumst við til þess að þessi þróun haldi áfram með þessum takti,“ segir Finnbjörn.
Seðlabankinn mun í næstu viku tilkynna stýrivaxtaákvörðun en stýrivextir eru 9,25 prósent og hafa verið í meira en eitt ár.
„Verðbólga upp á 5,4 prósent og 9,25 prósent stýrivextir er æpandi ósamræmi og ég á frekar von á því að peningastefnunefndin sjái að sér og hefji lækkun stýrivaxta,“ segir forseti ASÍ.
Hann segir allar forsendur fyrir því að stýrivextir verði lækkaðir og að peningastefnunefndin þurfi að koma með ný rök sem myndu réttlæta það að stýrivextirnir héldust óbreyttir.