Fengið nóg af sviknum loforðum stjórnvalda

Kjaraviðræður | 27. september 2024

Fengið nóg af sviknum loforðum stjórnvalda

Stjórn félags háskólakennara hefur fengið nóg af sviknum loforðum stjórnvalda. Stjórnin sendi frá sér ályktun um samþykktan kjarasamning til ársins 2028 en samningurinn var samþykktur með 62,8% atkvæða 20. september.

Fengið nóg af sviknum loforðum stjórnvalda

Kjaraviðræður | 27. september 2024

Sagt er að bæði álag sé komið fram úr öllu …
Sagt er að bæði álag sé komið fram úr öllu hófi og að viðvarandi fjársvelti Háskóla Íslands komi niður á gæðum kennslu, rannsóknum og þjónustu við nemendur. Ljósmynd/Colourbox

Stjórn félags háskólakennara hefur fengið nóg af sviknum loforðum stjórnvalda. Stjórnin sendi frá sér ályktun um samþykktan kjarasamning til ársins 2028 en samningurinn var samþykktur með 62,8% atkvæða 20. september.

Stjórn félags háskólakennara hefur fengið nóg af sviknum loforðum stjórnvalda. Stjórnin sendi frá sér ályktun um samþykktan kjarasamning til ársins 2028 en samningurinn var samþykktur með 62,8% atkvæða 20. september.

Í ályktun stjórnarinnar segir að fram undan séu áframhaldandi viðræður við stjórnendur Háskóla Íslands á grundvelli bókana í stofnanasamningi. Þar séu mörg viðamikil mál undir sem leysa þurfi á samningstímanum.

Bendir stjórn á þá staðreynd að nær fjórir af hverjum tíu sem greiddu atkvæði hafi kosið gegn samningnum sem sé til marks um mikla og vaxandi óánægju með launa- og starfskjör félagsfólks.

Mikið álag og fjársvelti

Segir þá að bæði álag sé komið fram úr öllu hófi og að viðvarandi fjársvelti Háskóla Íslands komi niður á gæðum kennslu, rannsóknum og þjónustu við nemendur.

Skorar Félag háskólakennara á stjórnvöld að standa við gefið loforð frá árinu 2011 um að fjárfesting í háskólamenntun skuli ná meðaltali OECD-ríkjanna.

Segir að hver ríkisstjórnin á fætur annarri hafi svikið það loforð.

„Það er ekki nóg að flytja innblásnar ræður um gildi menntunar á tyllidögum heldur er nauðsynlegt að búa þannig að menntastofnunum að þær standi undir alþjóðlegum viðmiðum,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is