Fyrsta lag Emils vekur athygli

Poppkúltúr | 27. september 2024

Fyrsta lag Emils vekur athygli

Íslenski tónlistarmaðurinn Emil Andri Sigurgeirsson gaf út sitt fyrsta lag í dag. Hann er 23 ára gamall tónlistarmaður úr Kópavoginum og kemur úr mikilli tónlistarfjölskyldu. Faðir hans, Sigurgeir Þórðarson, gerði garðinn frægan í hljómsveitinni In Bloom á sínum tíma. 

Fyrsta lag Emils vekur athygli

Poppkúltúr | 27. september 2024

Tónlistarmaðurinn Emil gaf út sitt fyrsta lag í dag. Það …
Tónlistarmaðurinn Emil gaf út sitt fyrsta lag í dag. Það heitir Blue Morning Sky.

Íslenski tónlistarmaðurinn Emil Andri Sigurgeirsson gaf út sitt fyrsta lag í dag. Hann er 23 ára gamall tónlistarmaður úr Kópavoginum og kemur úr mikilli tónlistarfjölskyldu. Faðir hans, Sigurgeir Þórðarson, gerði garðinn frægan í hljómsveitinni In Bloom á sínum tíma. 

Íslenski tónlistarmaðurinn Emil Andri Sigurgeirsson gaf út sitt fyrsta lag í dag. Hann er 23 ára gamall tónlistarmaður úr Kópavoginum og kemur úr mikilli tónlistarfjölskyldu. Faðir hans, Sigurgeir Þórðarson, gerði garðinn frægan í hljómsveitinni In Bloom á sínum tíma. 

Lagið heitir Blue Morning Sky og er milt og fallegt. Hann var í sjálfsskoðun þegar hann samdi lagið og er lagið innblásið af kyrrðinni en lagið er líka innblásið af íslenskri náttúru. 

Tilfinningalegt ferðalag ástarinnar er til umfjöllunar í laginu. Hvernig birta ástarinnar virkar þegar hún blómstrar og hvernig tómleikinn hverfur. Það er ekki hægt að segja annað en textinn sé sterkur og einlægur en í laginu opnar Emil hjarta sitt um það hvað það er sársaukafullt þegar ástin hverfur. 

Blue Morning Sky rímar við nýjar raddir í „indie folk tónlist“. Aðdáendur listamanna eins og Ben Howard, José González og Iron & Wine ættu að tengja við tónlist hans. Það var Sigurður Guðmundsson, tónlistarmaður í Hjálmum, sem vann lagið með Emil. 

Blue Morning Sky var valið í hina vinsælu þáttaröð The Darkness eða Dimmu eftir Ragnar Jónasson sem framleidd er af Paramount og CBS og kemur tvisvar fyrir í henni. Verið er að sýna þáttaröðina í Sjónvarpi Símans Premium um þessar mundir. 

mbl.is