Harry Bretaprins öskraði og blótaði

Poppkúltúr | 27. september 2024

Harry Bretaprins öskraði og blótaði

Hertoginn af Sussex, best þekktur sem Harry Bretaprins, öskraði og blótaði þegar hann fór í gegnum hrollvekjandi draugahús ásamt bandaríska spjallþáttastjórnandanum Jimmy Fallon á fimmtudag. 

Harry Bretaprins öskraði og blótaði

Poppkúltúr | 27. september 2024

Harry Bretaprins er staddur í New York um þessar mundir.
Harry Bretaprins er staddur í New York um þessar mundir. AFP/Daniel Leal

Hertoginn af Sussex, best þekktur sem Harry Bretaprins, öskraði og blótaði þegar hann fór í gegnum hrollvekjandi draugahús ásamt bandaríska spjallþáttastjórnandanum Jimmy Fallon á fimmtudag. 

Hertoginn af Sussex, best þekktur sem Harry Bretaprins, öskraði og blótaði þegar hann fór í gegnum hrollvekjandi draugahús ásamt bandaríska spjallþáttastjórnandanum Jimmy Fallon á fimmtudag. 

Draugahúsið, Jimmy Fallons's Tonightmares, opnaði dyr sínar þann 20. september síðastliðinn í Rockefeller Center í New York-borg, í sömu byggingu og spjallþáttur Fallons er tekinn upp. 

Í draugahúsinu er að finna tíu ógnvænleg herbergi sem munu án efa hræða líftóruna úr þeim sem þora, en Harry og Fallon urðu dauðskelkaðir. 

Myndband af ferðalagi félaganna í gegnum draugahúsið hefur vakið mikla athygli á Youtube og hafa hátt í 51.000 manns horft á myndbandið á aðeins örfáum klukkustundum. 

View this post on Instagram

A post shared by Jimmy Fallon (@jimmyfallon)



mbl.is