Kanadískur maður komst í hann krappann

Furðulegt á ferðalögum | 27. september 2024

Kanadískur maður komst í hann krappann

Kanadískur maður komst í hann krappann nú á dögunum þegar svartbjörn gerði sig líklegan til atlögu við heimili hans í borginni Coquitlam í Bresku Kólumbíu.

Kanadískur maður komst í hann krappann

Furðulegt á ferðalögum | 27. september 2024

Svartbirnir eru mjög sterkir.
Svartbirnir eru mjög sterkir. Ljósmynd/Marco Pagano

Kanadískur maður komst í hann krappann nú á dögunum þegar svartbjörn gerði sig líklegan til atlögu við heimili hans í borginni Coquitlam í Bresku Kólumbíu.

Kanadískur maður komst í hann krappann nú á dögunum þegar svartbjörn gerði sig líklegan til atlögu við heimili hans í borginni Coquitlam í Bresku Kólumbíu.

Maðurinn, sem heitir Alex Gold, deildi upptöku úr öryggismyndavél á Instagram nýverið og vakti hún mikla athygli, en í myndskeiðinu sést þegar Gold kemur auga á svartbjörninn sem var að skoða sig um í bílskúr við heimili hans.

Gold tókst að halda ró sinni og reyndi að fæla svartbjörninn burt með því að klappa og hrópa. Í lok myndskeiðsins sést glitta í annan svartbjörn, líklegast bjarnarhún.

Hátt í 800.000 manns hafa líkað við færsluna á Instagram-síðu Gold, en bandaríska sjónvarpsstöðin CBS deildi einnig myndskeiðinu með milljónum fylgjenda sinna á TikTok og þar hafa ríflega tvær milljónir manna líkað við færsluna.

@cbsnews A man came face-to-face with a black bear in his garage, immediately going into defense mode to scare the bear off. He kept his cool while clapping at the bear, which lunged at him, and eventually found safety in his car from the bear and its cub. #coquitlam #britishcolumbia #blackbear ♬ original sound - cbsnews
mbl.is