Rosalega sorgleg þróun í Mosfellsbæ

Dagmál | 27. september 2024

Rosalega sorgleg þróun í Mosfellsbæ

„Það var alltaf þannig að þú gast æft frjálsar íþróttir hjá Aftureldingu,“ sagði kúluvarparinn og ólympíufarinn Erna Sóley Gunnarsdóttir í Dagmálum.

Rosalega sorgleg þróun í Mosfellsbæ

Dagmál | 27. september 2024

„Það var alltaf þannig að þú gast æft frjálsar íþróttir hjá Aftureldingu,“ sagði kúluvarparinn og ólympíufarinn Erna Sóley Gunnarsdóttir í Dagmálum.

„Það var alltaf þannig að þú gast æft frjálsar íþróttir hjá Aftureldingu,“ sagði kúluvarparinn og ólympíufarinn Erna Sóley Gunnarsdóttir í Dagmálum.

Erna Sóley, sem er 24 ára gömul, fór á sínu fyrstu Ólympíuleika á dögunum í París í Frakklandi en hún er margfaldur Íslandsmeistari og Íslandsmethafi í kúluvarpi.

Þurfa að keyra annað á æfingar

Erna Sóley hóf sinn feril í íþróttinni með uppeldisfélagi sínu Aftureldingu en keppir núna fyrir hönd ÍR eftir að frjálsíþróttastarfið var lagt niður í Mosfellsbæ.

„Frjálsíþróttastarfið dó og þegar ég var að byrja að æfa á fullu var ekkert annað í boði en að skipta um félag,“ sagði Erna Sóley.

„Mér finnst rosalega sorglegt hvernig hlutirnir hafa þróast. Krakkar úr Mosfellsbæ geta í raun ekki æft frjálsar, því þú þarft að keyra alla leið niður í Laugardal. 

Það er hins vegar plan um að byggja starfið upp á nýjan leik sem gefur krökkum í Mosfellsbæ fleiri valkosti og það er mjög jákvætt,“ sagði Erna Sóley meðal annars.

Viðtalið við Ernu Sóley í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Erna Sóley Gunnarsdóttir.
Erna Sóley Gunnarsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is