„Þetta er ekki eitthvað sem kemur að sjálfu sér,“ sagði crossfitkonan Sólveig Sigurðardóttir í Dagmálum.
„Þetta er ekki eitthvað sem kemur að sjálfu sér,“ sagði crossfitkonan Sólveig Sigurðardóttir í Dagmálum.
„Þetta er ekki eitthvað sem kemur að sjálfu sér,“ sagði crossfitkonan Sólveig Sigurðardóttir í Dagmálum.
Sólveig, sem er 29 ára gömul, tilkynnti á síðasta ári að hún væri hætt að keppa í crossfit og kom sú ákvörðun mörgum á óvart enda var hún efsti Íslendingurinn á heimslistanum í crossfit á þeim tíma.
Sólveig hefur alla tíð glímt við keppnisstress sem hefur oft og tíðum háð henni á stærsta sviðinu.
„Ég veit ekki hvernig þetta er í hópíþróttum á Íslandi í dag en það hefði mátt kynna þetta betur fyrir okkur á sínum tíma,“ sagði Sólveig.
„Það er ekkert grín að keppa í íþróttum og ég held að flestir finni fyrir stressi, hvort sem það er handbolti eða crossfit. Það er mikilvægt að vera með réttu verkfærin til að takast á við þennan keppniskvíða.
Í fyrsta sinn sem ég keppti á alvöru móti í crossfit. Ég var að deyja úr stressi og ég íhugaði það alvarlega að æla í kalkpoka á gólfinu á meðan ég var að róa,“ sagði Sólveig meðal annars.
Viðtalið við Sólveigu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.