Sælkera epla- og ferskjucrumble Sunnevu

Uppskriftir | 28. september 2024

Sælkera epla- og ferskjucrumble Sunnevu

Sunneva Kristjánsdóttir mælir með epla- og ferskjucrumble og segir að sælkerar landsins séu afar hrifnir af uppskriftinni. Hún er nýútskrifuð sem bakari og fékk silfurverðlaun á dögunum þegar hún tók þátt í Norðurlandameistaramótinu í bakstri, Nordic Cup. Hún er tvítug og alin upp í Kópavogi. Bakstur hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá henni. 

Sælkera epla- og ferskjucrumble Sunnevu

Uppskriftir | 28. september 2024

mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Sunneva Kristjánsdóttir mælir með epla- og ferskjucrumble og segir að sælkerar landsins séu afar hrifnir af uppskriftinni. Hún er nýútskrifuð sem bakari og fékk silfurverðlaun á dögunum þegar hún tók þátt í Norðurlandameistaramótinu í bakstri, Nordic Cup. Hún er tvítug og alin upp í Kópavogi. Bakstur hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá henni. 

Sunneva Kristjánsdóttir mælir með epla- og ferskjucrumble og segir að sælkerar landsins séu afar hrifnir af uppskriftinni. Hún er nýútskrifuð sem bakari og fékk silfurverðlaun á dögunum þegar hún tók þátt í Norðurlandameistaramótinu í bakstri, Nordic Cup. Hún er tvítug og alin upp í Kópavogi. Bakstur hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá henni. 

„Frá því ég var lítil fannst mér alltaf gaman að baka og ákvað ég þegar ég var einungis 11 ára gömul að ég ætlaði að verða bakari. Árið 2020 byrjaði ég síðan í grunndeild matvæla við Menntaskólann í Kópavogi og þá var framtíðin ráðin,“ segir Sunneva. 

Keppnisskapið til staðar

„Sumarið árið 2021 byrjaði ég á námssamningi í Sandholt bakaríi og var þar þangað til ég útskrifaðist í vor. Seinustu ár hafa svo sannarlega verið eins og rússíbanareið og hef ég gert margt skemmtilegt sem jók þekkingu mína og reynslu í faginu,“ segir hún og er spennt fyrir framtíðinni.

Keppnisskapið er til staðar hjá Sunnevu og þrátt fyrir ungan aldur hefur hún tekið þátt í fleiri en eini keppni.

„Mín fyrsta keppni var haustið árið 2022, þá hreppti ég þriðja sæti í Nemakeppni bakaranema. Í janúar árið 2023 fór ég til Danmerkur þar sem ég fékk að prufa að vinna í mismunandi bakaríum og ég lærði mikið á þeim tíma. Það má með sanni segja að sú reynsla verði ávallt til staðar í reynslubankanum.“

Sunneva var þá hvergi nærri hætt og í október árið 2023 vann hún Konfektkeppni ársins og í kjölfarið vann hún ferð til New York á sykur- og súkkulaðiskúlptúrnámskeið.  

„Einnig fékk ég þann heiður að  gera konfektmola fyrir hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara.“

Áhuginn liggur í súkkulaðigerð

Áhugi Sunnevu á súkkulaðigerð hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum og má segja að hún hafi fundið sínu hillu í bakstrinum. 

„Ég vissi alltaf að áhuginn lá í súkkulaðigerð og var þetta sannkallaður draumur að fá þessi tækifæri og opnaði þetta fyrir enn fleiri tækifæri. Eftir útskrift fór ég til Þýskalands að keppa í Norðurlandamóti bakara og þar sem við lentum við í öðru sæti, sem er framúrskarandi árangur. Þetta var geggjuð upplifun og mun ávallt lifa í minningunni,“ segir Sunneva. 

Fátt betra en eitthvað heitt og kosí

Sunnevu ljóstrar upp sinni uppáhaldsuppskrift sem er upplögð á fallegum haustdegi.

„Fátt finnst mér betra á haustin en að borða eitthvað heitt og kosí og fannst mér því epla- og ferskjucrumble tilvalið til að deila með lesendum fyrir helgina.

Uppskriftin fullkomin fyrir þá sem vilja gera eitthvað létt en samt gleðja bragðlaukana með einhverju gómsætu. Það eru ekki mörg hráefni í þessari uppskrift og mest af þeim leynast upp í skáp hjá þér svo þú getur sparað þér ferð í búðina, “ segir Sunneva og hlær.

Crumblið fer afar vel með vanilluís eða þeyttum rjóma og til að gera þetta enn betra er hægt að setja karamellusósu yfir.

Crumblið fer afar vel með vanilluís eða þeyttum rjóma og …
Crumblið fer afar vel með vanilluís eða þeyttum rjóma og til að gera þetta enn betra er hægt að setja karamellusósu yfir. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Epla- og ferskjucrumble

Botn

  • 300 g epli
  • 300 g ferskjur
  • 8 g maíssterkja
  • 40 g púðursykur
  • 5 g kanill

Aðferð:

  1. Byrjið á að skræla eplin og skera þau í litla bita.
  2. Skerið ferskjurnar einnig í litla bita.
  3. Sunneva notaði ferskjur í dós en einnig hægt að nota ferskar.
  4. Blandið maíssterkjunni, púðursykrinum og kanilnum saman við ávextina og setjið síðan í eldfast mót.
  5. Gerið síðan crumblið og setjið ofan á (sjá uppskrift fyrir neðan)
  6. Berið fram með með vanilluís eða þeyttum rjóma og til að gera þetta enn betra er hægt að setja karamellusósu yfir.

Crumblið

  • 50 g haframjöl
  • 60 g hveiti
  • 120 g púðursykur
  • 5 g vanilludropar
  • 7 g kanill
  • 30 g kókós
  • 120 g mjúkt smjör
  • Klípa af salti

Aðferð:

  1. Blandið öllu hráefninu saman og hnoðið í höndunum þangað til allt er komið saman og ekkert þurrt eftir í skálinni.
  2. Setja crumblið yfir eplin og ferskjurnar.
  3. Stráð yfir allt þannig að það þekja toppinn vel.
  4. Bakað inn í ofni við 190°C hita í um 20-25 mínútur eða þar crumblið er orðið gullinbrúnt.
mbl.is