Vissi ekkert hvað hún var að gera

Byrlunarmálið | 28. september 2024

Vissi ekkert hvað hún var að gera

Símastuldar- og byrlunarmál Páls Steingrímssonar skipstjóra er allt hið sérkennilegasta að mati Jakobs R. Möllers hæstaréttarlögmanns og segir hann í samtali við Morgunblaðið að lögreglan á Norðurlandi eystra hafi áttað sig á því of seint „að hún væri í tómri vitleysu með rannsóknina“ eins og hann komst að orði.

Vissi ekkert hvað hún var að gera

Byrlunarmálið | 28. september 2024

Jakob R. Möller hæstaréttarlögmanns er harðorður í garð lögreglunnar á …
Jakob R. Möller hæstaréttarlögmanns er harðorður í garð lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna rannsóknar málsins. mbl.is/Árni Sæberg/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Símastuldar- og byrlunarmál Páls Steingrímssonar skipstjóra er allt hið sérkennilegasta að mati Jakobs R. Möllers hæstaréttarlögmanns og segir hann í samtali við Morgunblaðið að lögreglan á Norðurlandi eystra hafi áttað sig á því of seint „að hún væri í tómri vitleysu með rannsóknina“ eins og hann komst að orði.

Símastuldar- og byrlunarmál Páls Steingrímssonar skipstjóra er allt hið sérkennilegasta að mati Jakobs R. Möllers hæstaréttarlögmanns og segir hann í samtali við Morgunblaðið að lögreglan á Norðurlandi eystra hafi áttað sig á því of seint „að hún væri í tómri vitleysu með rannsóknina“ eins og hann komst að orði.

Jakob segir að útskýringar lögreglunnar á Norðurlandi eystra, um að rannsókn málsins hafi verið látin niður falla þar sem ekki hafi verið hægt að sanna hver afritaði gögn úr símanum, séu sérkennilegar og skipti engu máli.

„Það er vitað hverjir höfðu aðgang að upplýsingunum úr símanum, en það skiptir engu máli hver það var sem afritaði gögn úr símanum,“ segir Jakob og að rannsókn á öðrum þáttum málsins en þeim hver tók símann af Páli meðvitundarlausum eða meðvitundarlitlum skipti engu.

Þeirri spurningu hvort eðlilegt hafi verið af hálfu lögreglunnar að láta það gott heita þegar fyrrverandi eiginkona Páls hafnaði beiðni um að hún gengist undir sakhæfismat svarar Jakob svo að það sé enn eitt dæmið um að rannsóknin hafi frá upphafi verið slík hrákasmíð, að eðlilegast væri nú að láta fara fram rannsókn á starfsháttum lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Hún hafi ekki vitað hvað hún var að gera.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is