Theodor Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi hjá Lausninni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem hefur áhyggjur af bróður sínum og hans ástarsambandi.
Theodor Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi hjá Lausninni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem hefur áhyggjur af bróður sínum og hans ástarsambandi.
Theodor Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi hjá Lausninni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem hefur áhyggjur af bróður sínum og hans ástarsambandi.
Sætt Theodor.
Bróðir minn er í erfiðu sambandi með konu sem okkur í fjölskyldunni finnst koma illa fram við hann. Hann virðist ekki sjá ókosti hennar og einangrar sig frá okkur. Hvað getum við gert til að bæta samskiptin og styrkja hann í þessum aðstæðum?
Kveðja,
Anna
Sæl og blessuð Anna,
þetta er mjög góð spurning. Hér skiptir að sjálfsögðu mestu máli hvort að bróðir þinn sé sáttur í sambandinu eða hvort hann sættir sig bara við ástandið. Á þessu tvennu er reginmunur. Ef hann er sáttur þá endar þessi umræða þar.
Ef þið teljið að hann sé hins vegar ekki sáttur og sé bara að reyna að „lifa af“ í sambandinu þá er mjög mikilvægt að þið haldið góðu sambandi við hann. Það inniheldur að gefast ekki upp á að hringja í hann og bjóða honum í kaffi, draga hann með sér í sund, ræktina eða bíó, þó að það virðist stundum vera svolítið einstefnulegt. Hann þarf að vita að hann á örugga höfn hjá ykkur og að þið „skammið“ hann ekki fyrir að gera ekkert í málinu. Þetta er oft erfitt og því auðvelt að láta þetta pirra sig, en dropinn holar steininn. Ég vona að þetta hjálpi.
Kær kveðja,
Theodor
Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Theodor spurningu HÉR.