Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar halda því að fólki að bætt afkoma ríkissjóðs hafi verið nýtt til að greiða niður skuldir. Það gerist á sama tíma og skuldirnar eru að aukast. Hverju á fólk að trúa?
Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar halda því að fólki að bætt afkoma ríkissjóðs hafi verið nýtt til að greiða niður skuldir. Það gerist á sama tíma og skuldirnar eru að aukast. Hverju á fólk að trúa?
Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar halda því að fólki að bætt afkoma ríkissjóðs hafi verið nýtt til að greiða niður skuldir. Það gerist á sama tíma og skuldirnar eru að aukast. Hverju á fólk að trúa?
Þetta er meðal þess sem Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er spurður út í á vettvangi Spursmála að þessu sinni.
Hann hefur margsinnis haldið því fram að betri afkoma ríkissjóðs síðustu þrjú ár, sem nemur uppsafnað um 300 milljörðum króna, hafi verið nýttir til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs.
Hefur sú fullyrðing komið mörgum spánskt fyrir sjónir í ljósi þess að ríkissjóður hefur verið rekinn með tugmilljarða halla öll þessi ár. Með öðrum orðum, ríkissjóður hefur þurft að fjármagna sig með aukinni skuldsetningu.
Í viðtalinu svarar Sigurður Ingi fyrir þetta og má sjá orðaskiptin þar um í spilaranum hér að ofan. Þar vísar ráðherra í að skuldahlutföll ríkissjóðs hafi orðið hagstæðari vegna betri afkomu en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Þegar hann er spurður út í það hversu miklar nýjar lántökur ríkissjóðs muni vera kemur þessi meiningarmunur í ljós.
Þú hefur margsinnis haldið því fram að undanförnu í umræðu um þennan minni halla en menn gerðu ráð fyrir, þessi hundrað milljarða minni halli en raun hefur orðið á. Að þið hafið notað þá peninga til að borga niður skuldir.
„Meira og minna.“
Ég skoða fjárlögin ár eftir ár eftir ár og ég sé að skuldir ríkissjóðs aukast og aukast ár frá ári.
„Nei, þær eru ekki að aukast.“
Þær eru víst að aukast. Þegar þú rekur ríkið með halla...
„Þú verður auðvitað að taka tillit til þess að við erum í miklum hagvexti og þetta er hlutfall af landsframleiðslu sem...“
Ég er ekki...
„Nei nú verður þú líka að leyfa mér því hluti af hagvextinum er gríðarlegur innflutningur á fólki. Sko gríðarlegur...“
Þið talið alltaf um þessi hlutföll en skuldirnar eru að aukast. Þið segið, við erum að greiða niður skuldir...
„Þegar það fjölgar um 3,1% í landinu og þú segir að ríkið sé að stækka sem einhverju sem nemur, er það að stækka meira en 3,1%.“
Ég er ekki að segja að ríkið sé að stækka. ÉG er að segja að þið eruð að auka skuldir. En þú mætir í viðtöl og segir við erum að borga niður skuldir. En þið eruð að auka skuldir.
„Nei.“
Hvað ætlið þið að taka mikið af nýjum lánum á næsta ári?
„Á næsta ári. Ég man ekki töluna svona alveg einn tveir og þrír hérna.“
Er hún norðan við 100 milljarða?
„Við erum alla vega, við þurfum að taka þau lán sem við þurfum. Það mun meðal annars hanga á því hvort okkur takist, sem við erum að stefna að, að selja sirka helming af Íslandsbanka í haust og hinn helminginn á næsta ári. Það mun skipta miklu máli upp á það hversu mikið fjármagn við þurfum. Við þurfum líka stundum að meta það hvort við séum komin í betra færi að endurfjármagna dýrar skuldir og taka þá lán. Þannig að þessi tala er ekki alveg heilög.“
En við getum verið sammála um það að skuldir ríkissjóðs munu ekki lækka í krónum talið þótt þú getir farið í hlutfallsleikinn við aðra en mig.
„Ég ætla ekki að sverja fyrir það Stefán. Ég ætla bara að fá að koma seinna í þáttinn og útskýra af hverju.“
En skuldir ríkissjóðs eru ekki að fara að lækka í krónum talið.
„Þær lækka og lækka sem hlutfall af stærðinni sem þýðir að það verður léttara og léttara fyrir okkur að skulda. Þetta er bara nákvæmlega eins og að reka heimili.“
En nú gerið þið ráð fyrir að ríkið verði rekið með 41 milljarðs halla...
„Sko, verðbólgan hækkar líka skuldir ríkissjóðs. Og skiptir verulegu máli.“
Já, já.
„Ástæðan fyrir því að hann er 41 milljarðar en ekki 29 er að það er 12 milljarða gap sem kemur vegna þess að verðbólgan er hærri en við vorum að gera ráð fyrir í fjármálaáætlun.“
Viðtalið við Sigurð Inga má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: