Ísrael ræðst á Húta í Jemen

Ísrael/Palestína | 29. september 2024

Ísrael ræðst á Húta í Jemen

Ísraelski herinn gerði loftárásir á innviði uppreisnarmanna Húta í Jemen í dag í kjölfar þess að Hútar skutu flugskeyti í átt að Ben Gurion-flugvellinum í Ísrael í gær.

Ísrael ræðst á Húta í Jemen

Ísrael/Palestína | 29. september 2024

Brigadier Yahya Saree, talsmaður Húta, flutti ávarp í gær í …
Brigadier Yahya Saree, talsmaður Húta, flutti ávarp í gær í Sanaa, höfuðborg Jemen. AFP/Abdallah Adel

Ísraelski herinn gerði loftárásir á innviði uppreisnarmanna Húta í Jemen í dag í kjölfar þess að Hútar skutu flugskeyti í átt að Ben Gurion-flugvellinum í Ísrael í gær.

Ísraelski herinn gerði loftárásir á innviði uppreisnarmanna Húta í Jemen í dag í kjölfar þess að Hútar skutu flugskeyti í átt að Ben Gurion-flugvellinum í Ísrael í gær.

David Avraham, talsmaður Ísraelshers, segir í yfirlýsingu til AFP-fréttastofunnar að tugir flugvéla flughersins, þar á meðal orrustuþotur, hafi ráðist á skotmörk sem Hútar hafa notað í hernaðarlegum tilgangi.

Ráðist var á tvö orkuver og hafnarsvæði í Hodeida þar sem Hútar fluttu inn olíu og tóku við vopnum frá Írönum, að því er segir í yfirlýsingu frá hernum.

Stuðningsmenn Húta í Jemen fóru á götur höfuðborgarinnar í gær …
Stuðningsmenn Húta í Jemen fóru á götur höfuðborgarinnar í gær með riffla og veifuðu fána Hisbollah-hryðjuverkasamtakanna til að syrgja fall leiðtoga Hisbollah. AFP/Abdallah Adel

Hútar skutu flugskeyti í átt að Ben Gurion-flugvellinum

„Árásin var gerð til að bregðast við nýlegum árásum Húta á Ísraelsríki,“ segir í yfirlýsingunni.

Hútar greindu frá því í gær að þeir hefðu skotið flugskeyti í átt að Ben Gurion-flugvellinum í Tel Avív þegar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, kom til landsins frá New York.

Hút­ar réðust á íbúðablokk í Tel Avív í sumar og lést þá einn Ísra­eli og fjór­ir aðrir særðust.

Ísraelsmenn svöruðu þeirri árás einnig með því að ráðast á hafnarsvæðið í Hodeida. 

mbl.is