Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur ekki viðeigandi að stilla stórauknum fjárveitingum til menningarmála upp á móti spurningunni um hvort styrkja megi löggæslu í landinu.
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur ekki viðeigandi að stilla stórauknum fjárveitingum til menningarmála upp á móti spurningunni um hvort styrkja megi löggæslu í landinu.
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur ekki viðeigandi að stilla stórauknum fjárveitingum til menningarmála upp á móti spurningunni um hvort styrkja megi löggæslu í landinu.
Þetta kemur fram í viðtali við Sigurð Inga í Spursmálum þar sem farið er vítt og breitt yfir sviðið.
Gengur ráðherrann svo langt að saka þáttarstjórnanda um ósvífni með framsetningu sinni.
Orðaskiptin um þetta mál má sjá í spilaranum hér að ofan en þau eru einnig rakin í textanum hér að neðan.
Talandi um ríkisfjármálin og kostnaðinn og aðhaldið. Þið hafið verið í ríkisstjórninni, sérstaklega á vorþinginu allskyns verkefni sem þið hafið viljað keyra í gegn sem eru kostnaðarauki fyrir ríkið. Mér hefur orðið tíðrætt um tvöföldun listamannalauna, þið viljið keyra í gegn þjóðaróperu sem á að kosta hundruð milljóna, þið ætlið að fara í þjóðarhöll og allskyns verkefni af þessu tagi. Á sama tíma horfum við upp á það að lögreglan getur ekki varið fyrirtækin í landinu fyrir innbrotum, menn hafa enga stjórn á þessum glæpahópum sem eru hér í landinu. Hvers konar forgangsröðun er þetta hjá stjórnvöldum, er ykkur til dæmis sama um þessa fyrirtækjaeigendur, verslunareigendur, í Síðumúla og Ármúla sem standa ráðþrota og lögreglan mætir ekki einu sinni á staðinn þó að brotist sé inn og verðmætum stolið fyrir milljónir á milljónir ofan.
„Þetta er náttúrulega bara ósvífni að setja þetta svona fram, Stefán Einar.“
Af hverju?
„Vegna þess að auðvitað er verið að bæta í lögregluna og ég held að ég fari rétt með að í minnisblaði sem unnið var í fjármálaráðuneytinu að í engri stétt hefur fjölgað meira en hjá lögreglunni.“
Eru þá þessir verslunareigendur ósvífnir þegar þeir eru ósáttir við þessa forgangsröðun.
„Ég veit ekki hvað þeim finnst.“
En væri það ósvífni ef þeir væru á þessari skoðun?
„Ef þeir eru á þessari skoðun þá finnst mér það ósvífin nálgun því við erum auðvitað að byggja upp miklu fjölbreyttara og flottara samfélag sem kallar á allskonar þarfir. Eins og til að mynda hver vill til að mynda vera í samfélagi án menningar?“
Finnst þér það fjölbreyttara og flottara samfélag þar sem fólk getur ekki varið eigur sínar og það er innbrotafaraldur...
„Ég er að segja að það eru fleiri þættir en einhver einn sem við erum að horfa á. Við getum hins vegar alveg ætlast til þess að við tökum betur utan um þessa öryggisþætti og ég tel það mjög mikilvægt...“
Öryggi borgaranna kemur á undan menningunni, geri ég ráð fyrir.
„Það er alltaf númer eitt, tvö og þrjú. Algjörlega og við höfum lagt áherslu á það. Og við erum að leggja aukna fjármuni þar inn, við erum til dæmis núna í tengslum við, því miður, vaxandi ofbeldi barna, hnífaburð og annað að þá eru ráðuneytin búin að vera að vinna saman í marga mánuði. Komið fram með áætlun í sumar sem við vorum að stækka og koma með út. Hluti af því er að fjölga t.d. samfélagslögreglumönnum. Og takast á við þann vanda.“
Borgarstjórinn þinn styttir opnunartíma sundlauga og þeir vilja ekki halda opnunartíma félagsmiðstöðva í því horfi sem áður var á sama tíma.
„Ég veit ekki hvort það leysir allan vanda. En ég er viss um að við sem foreldrar eigum að eyða meiri tíma með börnunum okkar. Ég held að það sé miklu stærra atriði en hvort einhver sundlaug eða félagsmiðstöð sé opin hálftíma eða klukkutíma lengur eða skemur.“
En það lýsir forgangsröðun.
„Ég er ekki viss um að það sé rétt hjá þér. En ég segi bara, þetta verkefni, að koma þessu ofbeldi út úr okkar samfélagi er forgangsverkefni. Það gerum við ekki öðruvísi en að allir taki höndum saman. Það er ekki nóg að setja bara lögregluna á göturnar eða inn í samfélagið. Það verða allir að taka þátt og þá er ég líka að tala um heilbrigðiskerfið, skólakerfið en ekki síst okkur, foreldrana, ömmur og afa, ég er afi. En ég er ennþá foreldri en þau eru orðin fullorðin.“
Þú ert laust úr þeim pakka.
„Ég er búinn að útskrifa það en gleðst yfir barnabörnunum en hef áhyggjur af þessu umhverfi sem við erum að sjá og varðandi glæpagengin og eitthvað slíkt verðum við einfaldlega að gera betur. Við erum að takast á við áhugaverð verkefni á landamærunum, gegnum Schengen. Sem er aukið eftirlit. Sem mér finnst það eitthvað sem við eigum að nýta. Mér hefur fundist í gegnum tíðina að við höfum ekki notið nægilega góðs af því að vera ekki í þessu Schengen.“
Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli kvartar sáran undan því að þið hafið ekki keyrt í gegn kröfur og sektir á flugfélög um að birta ekki farþegaupplýsingar. Landamærin eru einfaldlega opin.
„Ég held reyndar að ef við tökum Ísland og berum saman við önnur lönd eða aðra flugvelli þá séu fá lönd sem eru með eins hátt hlutfall af þessum farþegalistum sem við fáum.“
Lögreglustjórinn kvartar undan þessu.
„Já en ég held að það sé samt staðreyndin, sko að við séum þar bara á toppi að fá þessar upplýsingar enda eru íslensku flugfélögin mjög viljug til þess að afhenda þær.“
Hann kvartar sáran undan þessu.