Segja annan leiðtoga Hisbollah fallinn

Ísrael/Palestína | 29. september 2024

Segja annan leiðtoga Hisbollah fallinn

Ísraelsher greindi frá því að annar háttsettur leiðtogi innan raða Hisbollah–samtakanna hefði fallið í árás hersins í Beirút í gær. Tveir dagar eru síðan Hass­an Nasrallah, leiðtogi samtakanna, féll í loftárás hersins. 

Segja annan leiðtoga Hisbollah fallinn

Ísrael/Palestína | 29. september 2024

Nabil Qaouq er hér fyrir miðju.
Nabil Qaouq er hér fyrir miðju. AFP

Ísraelsher greindi frá því að annar háttsettur leiðtogi innan raða Hisbollah–samtakanna hefði fallið í árás hersins í Beirút í gær. Tveir dagar eru síðan Hass­an Nasrallah, leiðtogi samtakanna, féll í loftárás hersins. 

Ísraelsher greindi frá því að annar háttsettur leiðtogi innan raða Hisbollah–samtakanna hefði fallið í árás hersins í Beirút í gær. Tveir dagar eru síðan Hass­an Nasrallah, leiðtogi samtakanna, féll í loftárás hersins. 

Leiðtoginn sem á að hafa fallið í gær heitir Nabil Qaouq og sat í stjórn samtakanna. Hisbollah hefur ekki staðfest dauða Qaouq. 

Í yfirlýsingu Ísraelhers sagði að flugherinn hefði hæft „tugir skotmarka“ Hisbollah, eftir að hafa gert hundruð árása síðustu tvo daga. 

Herinn greindi frá því í dag að 20 liðsmenn Hisbollah hefðu fallið með Nasrallah á föstudag. 

Heil­brigðisráðuneyti Líb­anon grein­ir frá því að minnsta kosti 700 hafi látið lífið í árás­um Ísra­els­hers í þess­ari viku.

mbl.is