Svandís kemur spangólandi inn á sviðið

Spursmál | 29. september 2024

Svandís kemur spangólandi inn á sviðið

Svandís Svavarsdóttir lætur nú mjög til sín taka, þegar örfáir dagar eru í landsþing VG. Þar bendir allt til að hún muni taka við formennsku í flokknum af Guðmundi Inga Guðbrandssyni.

Svandís kemur spangólandi inn á sviðið

Spursmál | 29. september 2024

Svandís Svavarsdóttir lætur nú mjög til sín taka, þegar örfáir dagar eru í landsþing VG. Þar bendir allt til að hún muni taka við formennsku í flokknum af Guðmundi Inga Guðbrandssyni.

Svandís Svavarsdóttir lætur nú mjög til sín taka, þegar örfáir dagar eru í landsþing VG. Þar bendir allt til að hún muni taka við formennsku í flokknum af Guðmundi Inga Guðbrandssyni.

Kristín Gunnarsdóttir, hönnuður og hlaðvarpsstjórnandi orðar það á þann veg að Svandís komi nú „spangólandi inn á sviðið og ætlar greinilega að reyna að æsa grasrótina upp myndi ég halda. Að það sé það sem hún er að gera,“ segir Kristín.

Hún er gestur Spursmála að þessu sinni ásamt Birni Inga Hrafnssyni, stjórnmálaskýranda með meiru og ritstjóra Viljans.

Kristín Gunnarsdóttir, hönnuður og hlaðvarpsstjórnandi, fór mikinn í Spursmálum að …
Kristín Gunnarsdóttir, hönnuður og hlaðvarpsstjórnandi, fór mikinn í Spursmálum að þessu sinni. mbl.is/María Matthíasdóttir

Ætlar að vaða í öll mál ríkisstjórnarinnar

Segir Kristín að Svandís ætli sér að taka á þeim þremur málum sem ríkisstjórnin var mynduð í kringum.

„Orkumálin eru bara alveg að koma. Hún er að fara að hjóla í þau. Hún er búin að taka útlendingamálin. Og þetta hvalveiðiatriði sem virðist vera eitthvað ótrúlegt mál fyrir Ölsen og fleiri.“

Þar virðist hún vera að vísa til Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra sem nú er með hvalveiðimálin á herðunum eftir að Svandís vék úr því ráðuneyti og inn í innviðaráðuneytið. Það gerði hún þegar yfir henni vofði vantrauststillaga í þinginu í kjölfar þess að hún bannaði hvalveiðar fyrirvaralaust, rétt í þann mund sem veiðar áttu að hefjast í fyrra.

„En ég segi samt svolítið eins og Bingi. Ég skil ekki af hverju hún er með svona brjálæðislega mikil læti núna ef hún ætlar að kjósa í vor. Bjarni mun náttúrulega aldrei sprengja. Það verður ekki hans síðasta verk sem mögulega formaður Sjálfstæðisflokksins að sprengja ríkisstjórn. Hann er bara alltof vel upp alinn í það,“ bætir Kristín við.

Björn Ingi Hrafnsson fylgist náið með í íslenskum stjórnmálum. Hann …
Björn Ingi Hrafnsson fylgist náið með í íslenskum stjórnmálum. Hann hefur lengi spáð dauða stjórnarinnar, sem hann segir nú yfirvofandi. mbl.is/María Matthíasdóttir

Mun sprengja stjórnina 30. desember

En mun þá Svandís ekki bara ná öllu sínu fram ef það er staðan?

Ég veit það ekki. Ég held að Bjarni vill halda áramótaávarpið. Hann fékk ekki að halda áramótaávarpið síðast. Hann vill vakna og fara í bingógallann og flytja þetta ávarp. Ég er ekki að segja að þetta sé einhver ráðgjöf eða eitthvað en ég held að Svandís muni vakna 30. desember, akkúrat sex vikum áður en hún fær útborgað og leysa upp þessa stjórn,“ útskýrir Kristín.

En hann mun fá að flytja ávarpið þrátt fyrir það.

„Já en það verður svolítið erfitt, daginn eftir að hún sprengir er það ekki, eða? Þetta er náttúrulega rauður dagur, það er alveg rétt,“ segir Kristín.

En það má sprengja stjórnir á rauðum dögum, það er ekki bundið við vinnuvikuna.

„Og hefur verið gert á nóttunni eins og Bjarni hefur lent í sjálfur,“ bætir Björn Ingi við.

Viðtalið við þau Björn Inga Hrafnsson og Kristínu Gunnarsdóttur má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

 

mbl.is