Íranir ætla ekki að senda her til Líbanons

Ísrael/Palestína | 30. september 2024

Íranir ætla ekki að senda her til Líbanons

Íranir ætla hvorki að senda herlið sitt til Líbanons né Gasasvæðisins til að berjast við Ísrael, að sögn utanríkisráðuneytis Írans.

Íranir ætla ekki að senda her til Líbanons

Ísrael/Palestína | 30. september 2024

Íranskir hermenn á hersýningu fyrr í mánuðinum.
Íranskir hermenn á hersýningu fyrr í mánuðinum. AFP/Atta Kenare

Íranir ætla hvorki að senda herlið sitt til Líbanons né Gasasvæðisins til að berjast við Ísrael, að sögn utanríkisráðuneytis Írans.

Íranir ætla hvorki að senda herlið sitt til Líbanons né Gasasvæðisins til að berjast við Ísrael, að sögn utanríkisráðuneytis Írans.

„Það er engin þörf á að senda auka- eða sjálfboðaliðasveitir frá Íran,“ sagði Nasser Kanani, talsmaður utanríkisráðuneytisins. Hann bætti við að yfirvöld í Líbanon og palestínskar sveitir búi yfir nægum styrk og getu til að verjast gegn ágangi Ísraela.

Undanfarna daga hafa hersveitir Ísraela gert harðar loftárásir á skotmörk í Líbanon. Árásirnar hafa beinst gegn herskáum hópum sem eru með tengsl við stjórnvöld í Íran. Umræddir hópar eru einnig staðsettir í Sýrlandi, Jemen og í Írak.

Á föstudag féll Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-samtakanna, í árás sem Ísraelar gerðu á Beirút, sem er höfuðborg Líbanons. Íranir hafa stutt samtökin fjárhagslega árum saman sem og að útvega þeim vopn.

mbl.is