„Ég er ennþá að vinna mig út úr þessu, að einhverju leyti,“ sagði crossfitkonan Sólveig Sigurðardóttir í Dagmálum.
„Ég er ennþá að vinna mig út úr þessu, að einhverju leyti,“ sagði crossfitkonan Sólveig Sigurðardóttir í Dagmálum.
„Ég er ennþá að vinna mig út úr þessu, að einhverju leyti,“ sagði crossfitkonan Sólveig Sigurðardóttir í Dagmálum.
Sólveig, sem er 29 ára gömul, tilkynnti á síðasta ári að hún væri hætt að keppa í crossfit og kom sú ákvörðun mörgum á óvart enda var hún efsti Íslendingurinn á heimslistanum í crossfit á þeim tíma.
Sólveig komst að því sex vikum fyrir heimsleikana að hún væri ófrísk en hún tók strax ákvörðun um að fara í þungunarrof. Hún beið hins vegar með að fara í þungunarrof þangað til eftir heimsleikana.
„Ég held að ein af ástæðum þess, að mér gekk svona vel í crossfit hafi verið vegna þess að ég vildi sanna það fyrir sjálfri mér, eftir öll slæmu samböndin sem ég var í, að ég væri einhvers virði,“ sagði Sólveig.
„Að vera góð í crossfit gaf mér sjálfstraust og það var mín líflína að mörgu leyti. Svo kynnist ég manninum mínum í dag og líf mitt umturnaðist til hins betra. Ég var ekki lengur í þessu haltu mér, slepptu mér, sem hafði einkennt lífið mitt fram að þessu.
Þetta var það besta sem gat komið fyrir mig. Mér fannst ég loksins örugg og ég þurfti ekki þessa utanaðkomandi viðurkenningu sem ég var alltaf að leitast eftir. Það er leiðinlegt að hugsa til þess að þetta hafi verið ein af ástæðum þess að ég var góð í crossfit en lífið er oft skrítið,“ sagði Sólveig meðal annars.
Viðtalið við Sólveigu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.