„Mjög langt frá því að maturinn sé alltaf heimatilbúinn“

Uppskriftir | 30. september 2024

„Mjög langt frá því að maturinn sé alltaf heimatilbúinn“

Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur hjá Kvis, á heiðurinn að vikumatseðlinum þessa vikuna sem er undir áhrifum frá Ítalíu og Mexíkó.

„Mjög langt frá því að maturinn sé alltaf heimatilbúinn“

Uppskriftir | 30. september 2024

Hödd Víhjálmsdóttir almennatengill og lögfræðingur á heiðurinn af vikumatseðlinum að …
Hödd Víhjálmsdóttir almennatengill og lögfræðingur á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur hjá Kvis, á heiðurinn að vikumatseðlinum þessa vikuna sem er undir áhrifum frá Ítalíu og Mexíkó.

Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur hjá Kvis, á heiðurinn að vikumatseðlinum þessa vikuna sem er undir áhrifum frá Ítalíu og Mexíkó.

Hödd hefur virkilega gaman af því að elda en vildi að hún gæti stundum gefið sér meiri tíma í eldhúsinu. 

„Skemmtilegustu stundirnar á heimilinu eru oft við matarborðið og það er mjög langt frá því að maturinn sem borðaður er sé alltaf heimatilbúinn,“ segir Hödd og hlær.

„Ég er virkilega góð í því að panta mat og skammast mín afar lítið, ef nokkuð, fyrir þann styrkleika minn.“

Vikumatseðillinn er meðal annars með áhrifum frá Ítalíu og Mexíkó.
Vikumatseðillinn er meðal annars með áhrifum frá Ítalíu og Mexíkó. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svona lítur vikumatseðillinn út hjá Hödd:

Mánudagur – Ofnbakaður þorskhnakkar í ostasósu 

„Það er venja á heimilinu að hafa fisk á mánudögum og góður þorskur klikkar afar seint. Þetta er ljómandi fín uppskrift sem ég fylgi stundum og allir borða með bestu lyst.“

Þriðjudagur – Steikartaco með mexíkósku ívafi

„Ég elska nautakjöt og kóríander, salt og ost, tortillur og mexíkófíling og get því víst ekki annað en elskað þennan rétt. Stelpunum finnst hann líka afar góður þannig að við græðum allar. Þar sem að ég fylgi yfirleitt ekki uppskriftum alla leið tíni ég til ýmislegt sem passar með. Steinliggur.

Miðvikudagur – Lax með fetaosti og salati

„Lax, lax og aftur lax. Hann er svo auðvelt að elda og ekki skemmir fyrir hvað laxinn er hollur og góður. Sítrónan hressir réttinn við og fetaostur gerir heilmikið fyrir bragðlaukana.“

Fimmtudagur – Ostafylltar kjúklingabringur í rjómalegi

„Ég finn það á mér að við verðum í alveg svakalegu stuði fyrir kjúkling á fimmtudaginn. Og rjóma. Svei mér þá. Hef gert þennan rétt nokkrum sinnum og hann gleður alltaf.“ 

Föstudagur – Fjögurra ostapítsan hans Jóa Fel

„Jói Fel á heiðurinn af föstudagspítsunni enda varð ég síbakandi húsmóðir með aðstoð Hagkaupsbókanna hans. Svo tökum við Jói líka sömu þyngd í bekk og því á vel við að ég hendi í pitsuna hans. Alltaf jafn gott.“

Laugardagur – Mexíkóskt salat sem tikkar í öll box

„Ég veit fátt betra en ferskan mat og er þakklát fyrir að dætur mínar eru alls ekki matvandar. Okkur finnst voða næs að dúndra saman í þetta salat en það er matarmikið og gott.“

Sunnudagur – Ítalskar kjötbollur með mozzarellafyllingu

„Ég er mikill aðdáandi ítalskrar matargerðar og þessi réttur er góður og eins er ákveðin stemning í að búa til bollurnar.“

mbl.is