Stærsti skjálfti ársins í Mýrdalsjökli

Katla | 30. september 2024

Stærsti skjálfti ársins í Mýrdalsjökli

Jarðskjálfti upp á 3,7 varð í Goðabungu, nálægt Austmannabungu í Mýrdalsjökli laust fyrir klukkan 6 í morgun.

Stærsti skjálfti ársins í Mýrdalsjökli

Katla | 30. september 2024

Jökulsprungur marka yfirborð Mýrdalsjökuls.
Jökulsprungur marka yfirborð Mýrdalsjökuls. mbl.is/RAX

Jarðskjálfti upp á 3,7 varð í Goðabungu, nálægt Austmannabungu í Mýrdalsjökli laust fyrir klukkan 6 í morgun.

Jarðskjálfti upp á 3,7 varð í Goðabungu, nálægt Austmannabungu í Mýrdalsjökli laust fyrir klukkan 6 í morgun.

Skjálftinn er sá stærsti á þessu ári í jöklinum en í febrúar varð þar skjálfti sem mældist 3,4 að stærð.

Annar minni skjálfti fylgdi á eftir skömmu síðar í Goðabungu í morgun. Samkvæmt óyfirförnum tölum Veðurstofu Íslands var hann 2,4 að stærð.

„Við erum að fylgjast með því sem er að gerast,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, og bætir við að þessi skjálftavirkni sé ekkert óvenjuleg. Ekki sé þörf á að hafa miklar áhyggjur. Hann segir að skjálftarnir gætu tengst jökulhlaupinu sem er að ljúka í Skálm og jarðhita á svæðinu.

40 jarðskjálftar á Reykjanesskaga

Um 40 jarðskjálftar hafa mælst síðustu tólf tímana á Reykjanesskaga, norðvestur af Kleifarvatni. Allt hafa þetta verið smáskjálftar, að sögn Bjarka.

Seinnipartinn í gær varð þar skjálfti, 3,6 að stærð.

mbl.is