Tíu mánaða viðbragðstími

Skólakerfið í vanda | 30. september 2024

Tíu mánaða viðbragðstími

Nú þegar tæpir tíu mánuðir eru liðnir frá því að niðurstöður PISA-könnunarinnar árið 2022 vörpuðu enn meira ljósi á alvarlega stöðu íslenska menntakerfisins ætla stjórnvöld loks að láta verða af því að kynna viðbrögð sín. Felast þau í drögum að svokallaðri 2. aðgerðaáætlun fyrir árin 2024 til 2027, sem er hluti af innleiðingu menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030.

Tíu mánaða viðbragðstími

Skólakerfið í vanda | 30. september 2024

Ásmundur Einar Daðason, ráðherra málaflokksins.
Ásmundur Einar Daðason, ráðherra málaflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nú þegar tæpir tíu mánuðir eru liðnir frá því að niðurstöður PISA-könnunarinnar árið 2022 vörpuðu enn meira ljósi á alvarlega stöðu íslenska menntakerfisins ætla stjórnvöld loks að láta verða af því að kynna viðbrögð sín. Felast þau í drögum að svokallaðri 2. aðgerðaáætlun fyrir árin 2024 til 2027, sem er hluti af innleiðingu menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030.

Nú þegar tæpir tíu mánuðir eru liðnir frá því að niðurstöður PISA-könnunarinnar árið 2022 vörpuðu enn meira ljósi á alvarlega stöðu íslenska menntakerfisins ætla stjórnvöld loks að láta verða af því að kynna viðbrögð sín. Felast þau í drögum að svokallaðri 2. aðgerðaáætlun fyrir árin 2024 til 2027, sem er hluti af innleiðingu menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030.

Drögin verða kynnt í dag á ráðstefnu sem mennta- og barnamálaráðuneytið hefur boðað til, sem nefnist menntaþing og er haldið á Hilton Reykjavík Nordica. Fullyrt er í tilkynningu að þar verði meðal annars brugðist við niðurstöðum PISA-könnunarinnar.

Þar segir einnig að markmiðið með aðgerðaáætluninni sé að mæta sérstaklega áskorunum sem íslenskt menntakerfi stendur frammi fyrir og sjást m.a. í niðurstöðum PISA-könnunarinnar árið 2022. Þar lækkaði Ísland mest allra OECD-ríkja og sýndu niðurstöðurnar meðal annars að 40% fimmtán ára nemenda á Íslandi búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is