„Ekki gengið eins greiðlega og ég hefði viljað sjá“

Ný brú yfir Ölfusá | 1. október 2024

„Ekki gengið eins greiðlega og ég hefði viljað sjá“

„Því miður hefur þetta ekki gengið eins greiðlega og ég hefði viljað sjá. Það er að ljúka umræðu og umfjöllun með hvaða hætti fjármögnunin verði tryggð,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra spurð um stöðu Ölfusárbrúarverkefnisins.

„Ekki gengið eins greiðlega og ég hefði viljað sjá“

Ný brú yfir Ölfusá | 1. október 2024

Ný Ölfusárbrú við Selfoss verður 330 metra löng og stöpull …
Ný Ölfusárbrú við Selfoss verður 330 metra löng og stöpull fyrir miðju verður um 60 metra hár, með stögum niður að brúargólfi. Teikining/Vegagerðin

„Því miður hefur þetta ekki gengið eins greiðlega og ég hefði viljað sjá. Það er að ljúka umræðu og umfjöllun með hvaða hætti fjármögnunin verði tryggð,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra spurð um stöðu Ölfusárbrúarverkefnisins.

„Því miður hefur þetta ekki gengið eins greiðlega og ég hefði viljað sjá. Það er að ljúka umræðu og umfjöllun með hvaða hætti fjármögnunin verði tryggð,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra spurð um stöðu Ölfusárbrúarverkefnisins.

Svo virðist vera að pattstaða sé komin upp við smíði nýrrar Ölfusárbrúar og framkvæmdin tefjist enn frekar vegna skilyrða um að brúin eigi að vera fjármögnuð með veggjöldum.

Njáll Trausti Friðbertsson, formaður fjárlaganefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að grunnforsendan sé að Ölfusárbrú verði að fullu fjármögnuð með veggjöldum.

Ráðuneytin eru með ákveðnar hugmyndir í pípunum

„Ég tel að ráðuneytin séu með ákveðnar hugmyndir í pípunum og fjármálaráðuneytið hefur verið að benda á ákveðnar leiðir sem ég vonast til þess að við getum rætt með fjárlaganefnd og samgöngunefnd og farið yfir stöðuna. Þetta er ein mikilvægasta samgönguframkvæmd sem við horfumst í augu við,“ segir Svandís við mbl.is.

Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri sagði í fréttum á RÚV í gær að mikilvægt væri að málið leystist enda sé verkefnið gríðarlega mikilvægt sem skiptir miklu máli fyrir Árborg og allt Suðurlandsundirlendið.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti í síðustu viku ósk um minnisblað frá innviðaráðuneytinu um stöðu Ölfusárbrúarverkefnisins sem og þeirra vegaframkvæmda sem henni tengjast. Þá var einnig beðið um uppfærða kostnaðaráætlun og áætlaðan fjármagnskostnað en síðast þegar til áætlunarinnar spurðist stóð hún í 15 milljörðum.

mbl.is