Gulli og Ágústa keyptu einbýli í Garðabæ

Heimili | 1. október 2024

Gulli og Ágústa keyptu einbýli í Garðabæ

Fjölmiðlastjarnan og smiðurinn, Gunnlaugur Helgason eða Gulli Helga eins og hann er kallaður, og Ágústa Valsdóttir móttökuritari hjá Dea Medica hafa fest kaup á einbýlishúsi á einni hæð. 

Gulli og Ágústa keyptu einbýli í Garðabæ

Heimili | 1. október 2024

Gunnlaugur Helgason og Ágústa Valsdóttir.
Gunnlaugur Helgason og Ágústa Valsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölmiðlastjarnan og smiðurinn, Gunnlaugur Helgason eða Gulli Helga eins og hann er kallaður, og Ágústa Valsdóttir móttökuritari hjá Dea Medica hafa fest kaup á einbýlishúsi á einni hæð. 

Fjölmiðlastjarnan og smiðurinn, Gunnlaugur Helgason eða Gulli Helga eins og hann er kallaður, og Ágústa Valsdóttir móttökuritari hjá Dea Medica hafa fest kaup á einbýlishúsi á einni hæð. 

Húsið er staðsett í Garðabænum, eða við Ásbúð í Garðabæ. Húsið var reist 1973 og er 238 fm að stærð. Húsið er á einni hæð sem er eftirsótt og í kringum húsið er stór og myndarlegur vel gróinn garður. 

Hús Gulla og Ágústu er við Ásbúð í Garðabæ og …
Hús Gulla og Ágústu er við Ásbúð í Garðabæ og er á einni hæð.

Hús á einni hæð

Gulli Helga og Ágústa keyptu húsið af Stefaníu Agnesi Tryggvadóttur og greiddu 173.000.000 kr. fyrir það. 

Kaupin fóru fram 27. ágúst og fengu hjónin húsið afhent 20. september. 

Hjónin bjuggu áður í raðhúsi við Núpabakka í Reykjavík en húsið var selt á dögunum. 

Smartland óskar sómahjónunum til hamingju með nýja húsið! 

mbl.is