Fiskeldisfyrirtækið Kaldvík á Austfjörðum hlaut fyrr í mánuðinum ASC-vottunina fyrir laxeldi sitt í sjókvíum.
Fiskeldisfyrirtækið Kaldvík á Austfjörðum hlaut fyrr í mánuðinum ASC-vottunina fyrir laxeldi sitt í sjókvíum.
Fiskeldisfyrirtækið Kaldvík á Austfjörðum hlaut fyrr í mánuðinum ASC-vottunina fyrir laxeldi sitt í sjókvíum.
ASC-vottunin (AquacultureStewardship Council) er ein kröfuharðasta gæða- og umhverfisvottunin í matvælaiðnaðinum. Staðallinn var þróaður af Alþjóðalega náttúruverndarsjóðnum (World Wildlife Fund) og vottar framlag framleiðenda um sjálfbæra og örugga starfshætti, dýravelferð og verndun nærliggjandi vistkerfa.
Fram kemur í tilkynningu Kaldvíkur að vottunin snúi einnig meðal annars að þeim skrefum sem fiskeldisfyrirtæki taki til þess að lágmarka áhrif á nærliggjandi vistkerfi með sérstakri áherslu á framlag til þess að draga úr hættu á slysasleppingum úr kvíum, sjúkdómshættu og mengun við kvíarnar.
„Þessi vottun er mikið heillaspor í vegferð Kaldvíkur. Við vorum þegar með vottun frá Whole Foods Market í Bandaríkjunum sem er einnig mjög kröfuhörð. Að ASC-vottunin skuli bætast við er okkur mikið gleðiefni. Við hjá Kaldvík göngum alltaf út frá því að vinna út frá hæstu öryggis- og gæðastöðlum og ánægjulegt er að fá þessa vottun til marks um það,“ segir Roy-ToreRikardsen, forstjóri Kaldvíkur í tilkynningunni.