Landspítalinn hefur fengið til sín lítinn, loðinn og einstaklega krúttlegan, liðsauka.
Landspítalinn hefur fengið til sín lítinn, loðinn og einstaklega krúttlegan, liðsauka.
Landspítalinn hefur fengið til sín lítinn, loðinn og einstaklega krúttlegan, liðsauka.
Kjarkur, sem er golden retriever-hvolpur, var kynntur til leiks á Instagram-síðu Landspítalans nú á dögunum og hefur ráðningin vakið mikla athygli, en hátt í 4.000 manns hafa líkað við færsluna. Fjölmargir hafa einnig óskað Kjarki til hamingju með nýja starfið.
„Kjarkur er nýkominn til starfa á Landspítala. Hann er enn í aðlögun sem iðjuhundur á Kleppi og 32A á Hringbraut og mun koma til með að taka þátt í hundaknúsi og deildargöngum þegar hann verður stór ásamt því að vera stuðningur við skjólstæðinga og starfsfólk,” stendur við færsluna.
Golden retriver-hundar eru þekktir fyrir vinnusemi, glaðlegt viðmót og elskulegheit. Kjarkur á því án efa eftir að sinna starfi sínu með miklum sóma.