Hildur Ómars uppskriftasmiður með meiru kann svo sannarlega að gera gott salat og góða salatdressingu. Hún veit að leyndardómurinn bak við gott salat er dressingin.
Hildur Ómars uppskriftasmiður með meiru kann svo sannarlega að gera gott salat og góða salatdressingu. Hún veit að leyndardómurinn bak við gott salat er dressingin.
Hildur Ómars uppskriftasmiður með meiru kann svo sannarlega að gera gott salat og góða salatdressingu. Hún veit að leyndardómurinn bak við gott salat er dressingin.
„Þú getur notað sama hráefnið í salöt en gert þau gjörólík með ólíkum dressingum. Í mínum huga inniheldur hin fullkomna dressing súrt, beiskt, salt og sætt bragð. Ef þú ert að prófa þig áfram í dressingum getur oft verið gott að hafa þessi brögð í huga við val á hráefni og finna það magn sem myndar jafnvægi milli þeirra,“ segir Hildur þegar hún er spurð út hvernig hún velur dressingarnar með salötunum sínum.
Hildur útbjó græna dressingu á salat sem inniheldur kóríander og myntu. Salatdressingin kemur á óvart því hún er sæt á bragðið en líka fersk. Dressinguna má að sjálfsögðu bera fram með öðru en salati. Hún passar vel með bökuðu grænmeti, soðnum hrísgrjónum og kínóa svo fátt sé nefnt.
Kóríander- og myntudressing
Aðferð: