Mimii Ngulube og Josh Oyinsan, parið sem bar sigur úr býtum í nýjustu þáttaröð Love Island, eru hætt saman aðeins tveimur mánuðum eftir að þau yfirgáfu ástareyjuna með verðlaunafé sem nemur 50 þúsund sterlingspundum, eða um níu milljónum íslenskra króna.
Mimii Ngulube og Josh Oyinsan, parið sem bar sigur úr býtum í nýjustu þáttaröð Love Island, eru hætt saman aðeins tveimur mánuðum eftir að þau yfirgáfu ástareyjuna með verðlaunafé sem nemur 50 þúsund sterlingspundum, eða um níu milljónum íslenskra króna.
Mimii Ngulube og Josh Oyinsan, parið sem bar sigur úr býtum í nýjustu þáttaröð Love Island, eru hætt saman aðeins tveimur mánuðum eftir að þau yfirgáfu ástareyjuna með verðlaunafé sem nemur 50 þúsund sterlingspundum, eða um níu milljónum íslenskra króna.
Ngulube greindi frá sambandsslitunum á Instagram Story í gærdag.
„Ég veit að mörg ykkar hafa velt því fyrir ykkur af hverju við Josh höfum ekki verið að koma fram opinberlega saman. Sannleikurinn er sá að við höfum reynt að finna lausn á málum okkar allt frá því við yfirgáfum villuna en því miður virðast hlutirnir ekki ætla að ganga upp,“ skrifaði raunveruleikastjarnan meðal annars.
Tilkynningin kemur í kjölfar vangaveltna um stöðu parsins.
Ngulube og Oyinsan eru fyrsta hörundsdökka parið til að sigra raunveruleikaseríuna sem hefur verið í loftinu frá árinu 2015.
Ástin virðist því miður ekki vera langlíf hjá nýjustu sigurpörum Love Island en í október á síðasta ári tilkynntu þau Jess Harding og Sammy Root að þau væru hætt saman eftir tveggja mánaða samband.