Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir að niðurstaða í skýrslu um rannsóknir á byggingu flugvallar í Hvassahrauni, sem kynnt var fyrr í dag, hafi komið sér þægilega á óvart. „Það er að segja, hversu afgerandi niðurstaða skýrslunnar er að þetta sé raunverulegur og góður valkostur. Það gefur tilefni til að við höldum þessari leið opinni,“ sagði Svandís við mbl.is að fundi loknum.
Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir að niðurstaða í skýrslu um rannsóknir á byggingu flugvallar í Hvassahrauni, sem kynnt var fyrr í dag, hafi komið sér þægilega á óvart. „Það er að segja, hversu afgerandi niðurstaða skýrslunnar er að þetta sé raunverulegur og góður valkostur. Það gefur tilefni til að við höldum þessari leið opinni,“ sagði Svandís við mbl.is að fundi loknum.
Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir að niðurstaða í skýrslu um rannsóknir á byggingu flugvallar í Hvassahrauni, sem kynnt var fyrr í dag, hafi komið sér þægilega á óvart. „Það er að segja, hversu afgerandi niðurstaða skýrslunnar er að þetta sé raunverulegur og góður valkostur. Það gefur tilefni til að við höldum þessari leið opinni,“ sagði Svandís við mbl.is að fundi loknum.
Hún segir næstu skref vera fyrir ráðuneytið að taka skýrsluna til frekari skoðunar. Síðan verði rætt við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega Reykjavíkurborg, en í skýrslunni voru meðal annars skoðuð áhrif af því að flytja innanlands-, kennslu- og einkaflug frá Reykjavíkurflugvelli á nýjan völl í Hvassahrauni.
Svandís segir að því næst verði skýrslan kynnt í ríkisstjórn og mat lagt á hvaða skref verði tekin í kjölfarið. Hún sé áfram um að halda þeim möguleika opnum að byggja upp flugvöll í Hvassahrauni. „Það er eitthvað sem ég tel mikilvægt að við gerum á grundvelli þessara upplýsinga og að við höldum þessum möguleika opnum. Ég tel það mikilvægt,“ segir Svandís.
Í skýrslunni er þrenns konar mat sett fram. Í fyrsta lagi á veðurfarslegum aðstæðum. Í öðru lagi á náttúruvá á mögulegt staðarval og í þriðja lagi á áhrif á notkun innanlandsflugs, kennslu og einkaflugs. „Allar þessar breytur eru hagstæðar samkvæmt niðurstöðu hópsins,“ segir Svandís.
Í skýrslunni segir að veðurfarslega sé ekkert því til fyrirstöðu að fara í uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni. Þá er flugvallarsvæðið að mestu utan skilgreindra eldstöðvakerfa og líkur á gosupptökum á svæðinu eru hverfandi, auk þess sem svæðið er ekki útsett fyrir hraunflæði lítilla gosa sem eiga sér stað í nálægustu eldstöð. Þá er flutningur ekki talinn hafa mikil langtímaáhrif á innanlandsflug.
Þar segir meðal annars að takmarkanir vegna vinds eða hliðarvinds, skyggnis skýjahæðar eða ókyrrðar séu ekki meiri í Hvassahrauni en almennt er þekkt suðvestanlands.
Varðandi náttúruvá er þó tekið fram að svæðið sé ekki með öllu undanskilið áhættu á hraunflæði frá nærliggjandi eldstöðvum. „Svæðið er ekki útsett fyrir hraunflæði lítilla gosa en eigi gos sér stað í eldstöðvakerfi Krýsuvíkur, næst svæðinu, benda niðurstöður til þess að líklegt sé að hluti athugunarsvæðisins verði fyrir hrauni. Líkur á því minnka þó eftir því sem norðar kemur á svæðið,“ segir í skýrslunni.
Spurð út í þessi orð segir Svandís: „Já, þetta er lifandi svæði og eldvirkt svæði. En um leið kemur það fram í þessum tæknilegu niðurstöðum að það séu óverulegar líkur á því að þetta svæði nákvæmlega, þetta mögulega flugvallarstæði í Hvassahrauni, yrði fyrir áhrifum af hraunrennsli.“
Telur hún þetta frekar ástæðu til að farið verði í áhættumat fyrir Reykjanesskagann í heild sinni og nefnir hún meðal annars möguleg virkjanaáform jarðhita sem eru í nýtingarflokki.
„En ég held að það skipti máli fyrir svæðið allt og þá á ég við Reykjanesskagann í heild, að við áhættumetum alla innviði þar og líka framtíðaráform t.a.m. um uppbyggingu orkumannvirkja. Við erum að tala um kosti í nýtingarflokki rammaáætlunar sem eru á Reykjanesskaga sem þarf að skoða og fara yfir,“ segir Svandís.
Í dag eru í orkunýtingarflokki rammaáætlunar fimm virkjanakostir á Reykjanesskaga. Þetta eru Stóra-Sandvík á Reykjanessvæði, Eldvörp í Svartsengissvæði og Sandfell, Sveifluháls og Austurengjar á Krýsuvíkursvæði.