Svífur á bleiku skýi með spretturnar

Uppskriftir | 1. október 2024

Svífur á bleiku skýi með spretturnar

Birna Hrönn Gunnlaugsdóttir viðskiptastjóri VAXA er mikil salatkona sem kann að meta kryddjurtir og sprettur. Hún vill hafa mikið að gera og elskar fátt meira en að takast á við áskoranir.

Svífur á bleiku skýi með spretturnar

Uppskriftir | 1. október 2024

Birna Hrönn Gunnlaugsdóttir viðskiptastjóri hjá VAXA, Hátækni, er í skýjunum …
Birna Hrönn Gunnlaugsdóttir viðskiptastjóri hjá VAXA, Hátækni, er í skýjunum með að geta loksins boðið upp á sprettur í matvöruverslunum. mbl.is/Karítas

Birna Hrönn Gunnlaugsdóttir viðskiptastjóri VAXA er mikil salatkona sem kann að meta kryddjurtir og sprettur. Hún vill hafa mikið að gera og elskar fátt meira en að takast á við áskoranir.

Birna Hrönn Gunnlaugsdóttir viðskiptastjóri VAXA er mikil salatkona sem kann að meta kryddjurtir og sprettur. Hún vill hafa mikið að gera og elskar fátt meira en að takast á við áskoranir.

Síðustu vikur og mánuði hefur hún staðið í ströngu við að breikka og þróa vöruúrvalið til að koma til móts við óskir viðskiptavina.

„Það skemmtilegasta sem ég geri er að gera eitthvað nýtt og takast á við ný og krefjandi verkefni. Allir sem þekkja mig vita það að þegar það er mikið að gera hjá mér er ég lang skemmtilegust. Það er ótrúlega mikið nýtt og spennandi að gerast hjá okkur og er hægt að segja að maður svífi um að bleiku skýi þessa dagana, sérstaklega þar sem spretturnar eru á leið í verslanir,“ segir Birna og brosir breitt. 

Dillið og myntan nýjung

„Dill og mynta eru nýjung hjá okkur í kryddjurtum. Dillið er til dæmis frábært á kartöflurnar, eggin og í sósuna og myntan í kokteilinn, salatið eða grænan þeyting. Það getur verið erfitt að nálgast íslenskar kryddjurtir allan ársins hring svo við erum stolt af því að bjóða íslenskum neytendum upp á ferskar íslenskar kryddjurtir allan ársins hring, sama hvernig viðrar. Við bættum einnig við grænkáli í vörulínu okkar sem er auðvitað frábært í salatið og aðra rétti, það er svo guðdómlega fallegt á litinn og tala nú ekki um hvað það er stökkt og bragð gott,“ segir Birna.

Sprettur eru súperfæða

Eitt af því sem hefur notið mikill vinsælda á veitingastöðum eru svokallaðar sprettur en þær eru einmitt ræktaðar hjá VAXA.

„Sprettur (e. Microgreens) eru svo vörur sem við höfum hingað til eingöngu verið að selja til veitingastaða en höfum fengið svo mikið af fyrirspurnum um að selja spretturnar í verslunum,“ bætir Birna við.

Fyrir þá sem ekki vita þá eru sprettur ungar plöntur sem eru uppskornar stuttu eftir að fyrstu blöðin hafa myndast. Sprettur geta innihaldið allt að 40 sinnum meira af vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum en fullþroskað grænmeti.

„Til dæmis eins og baunaspírurnar sem við erum að rækta gefa sætt baunabragð og innihalda B1, B2. B3 og C vítamín, kalsíum, kalíum og magnesíum og svo mínar allra uppáhalds rauðradísurnar og Sólblóma sem eru í VAXA sprettur blandaða boxinu okkar innihalda A, C, E og K vítamín, járn, kalsíum, magnesíum og sink.

Þær passa með öllum mat, hvort sem það er salat, kjöt, fiskur, egg, pítsa eða hreinlega beint í þeytinginn. Sprettur eru unaðslega bragðgóðar og tala nú ekki um hvað þær gera allan mat margfalt fallegri og bragðbæta. Þær breyta hversdagslegum heimilismat í máltíð á fínustu veitingastöðum,“ segir Birna stolt en hún er búin að bíða lengi eftir því að gera komið þeim í matvöruverslanir. 

Hvað skiptir sköpun þegar nýjungar eins og þessar vörur eru framleiddar og koma á markað?

„Við höfum til dæmis bætt við vöruúrvalið okkar minni skammtastærðum af salatblöndu þegar við sáum að um 90% af Íslendingum upplifa skammtastærðir of stórar og henda salati. Þar vorum við þá bæði að svara kalli neytenda og sporna við matarsóun.

Við finnum fyrir því að fólk vill frekar kaupa kryddjurtir sem eru ræktaðar á Íslandi en að kaupa kryddjurtir sem hafa skellt sér í heimsreisu alla leið frá Afríku til að enda á matarborði Íslendinga. Nálægð ræktunar VAXA sparar um 97% af kolefnislosun vegna flutnings frá fjarlægum mörkuðum en það hefur einnig gríðarleg áhrif á ferskleika og endingartíma vörunnar.

Við sjáum mikla aukningu á því hvernig fólk lítur á mat og hvernig það er meðvitað að  æra sig fyrir betri andlega og líkamlega heilsu. Þar eru sprettur algjör súperfæða hlaðnar mismunandi næringarefnum, andoxunarefnum, trefjum og próteini,“ segir Birna ennfremur.

Kryddjurtirnar vinsælar en spretturnar munu koma sterkar inn

Hvað er vinsælast hjá ykkur?

„Ég myndi þá segja að salatið okkar, það slær alltaf í gegn en annars eru flestir sammála um að kryddjurtirnar okkar njóti mikilla vinsælda enda eru þeir í sérflokki bæði þegar það kemur að bragði og endingartíma.“ 

Birna telur þó að spretturnar eigi mikið inni og muni slá í gegn áður en langt um líður.

„Ég er þó fullviss um að VAXA spretturnar verða þær allra vinsælustu þegar fram líða stundir. Það er nefnilega hægt að gera svo ótrúlega mikið með þær, og ekki er það verra hversu stútfullar þær eru af vítamínum og steinefnum. Við sjáum reyndar aukningu á öllum okkar vörum þar sem fólk er farið að láta sér upprunaland, hvort vörurnar séu meðhöndlaðar með varnarefnum og sjálfbærar ræktunar aðferðir varða og þá er þetta góður kostur.“

Er hægt að nálgast einhverjar uppskriftir hjá ykkur sem innihalda til að mynda sprettur?

„Við erum dugleg að deila allskonar uppskriftum á samfélagsmiðlum VAXA, sérstaklega á Instagram-síðunni okkar hér, svo mælum við með fylgjast með hér á Matarvef mbl.is, við sjáum oft uppskriftir frá fólki sem innihalda spretturnar. Við hvetjum þó fólk til þess að prófa sig áfram með sprettur þær gera allan mat betri og svo miklu fallegri,“ segir Birna að lokum og deilir hér með lesendum einni uppskrift af ofnsteiktum gulrótum með baunasprettum.

Ferskar baunasprettur er nú hægt að kaupa í Krónunni.
Ferskar baunasprettur er nú hægt að kaupa í Krónunni. Ljósmynd/VAXA

Ofnsteiktar gulrætur með baunasprettum

Fyrir 4-6

  • 500 g/1 poki gulrætur
  • 2 msk. hunang, akasíu- eða blómahunang
  • 1 stk. pressaður hvítlauksgeiri
  • 1 tsk. þurrkað timian
  • 4 msk. edik, hvítvínsedik, balsamik edik eða rauðvínsedik
  • 3 msk. ólífuolía
  • 1 msk. flögusalt
  • 15 g baunasprettur frá VAXA

Aðferð:

  1. Forhitið ofninn í 220°C hita.
  2. Setjið gulræturnar heilar í eldfast mót og veltið þeim vel og vandlega upp úr hunangi, hvítlauk, timian, ediki, ólífuolíu og salti.
  3. Setjið gulræturnar í ofninn og bakið þær í um það bil 20-25 mínútur.
  4. Blandið baunaspírunum með gulrótunum og berið fallega fram.
  5. Hægt er að hafa gulræturnar heilar eða skera tvisvar til þrisvar þvert í gengum þær.
Baunaspretturnar passa afar vel með ofnsteiktum gulrótum.
Baunaspretturnar passa afar vel með ofnsteiktum gulrótum. Samsett mynd
mbl.is