Fimm fallið í Beirút í kvöld

Ísrael/Palestína | 2. október 2024

Fimm fallið í Beirút í kvöld

Að minnsta kosti fimm hafa látist í loftárásum Ísraela á höfuðborg Líbanons, Beirút, í kvöld. Herinn gerði loftárás og var eitt skotmarkanna heilsugæsla í grennd við miðborgina. 

Fimm fallið í Beirút í kvöld

Ísrael/Palestína | 2. október 2024

Horft yfir úthverfi í suðurhluta Beirút í Líbanon í kvöld.
Horft yfir úthverfi í suðurhluta Beirút í Líbanon í kvöld. AFP/Fadel Itani

Að minnsta kosti fimm hafa látist í loftárásum Ísraela á höfuðborg Líbanons, Beirút, í kvöld. Herinn gerði loftárás og var eitt skotmarkanna heilsugæsla í grennd við miðborgina. 

Að minnsta kosti fimm hafa látist í loftárásum Ísraela á höfuðborg Líbanons, Beirút, í kvöld. Herinn gerði loftárás og var eitt skotmarkanna heilsugæsla í grennd við miðborgina. 

Ellefu hafa særst í árásum kvöldsins. 

Ísraelsher hefur gert árásir á borgina undanfarin kvöld og hafa árásirnar einna helst beinst að úthverfum í suðurhluta borgarinnar. 

Er þetta þó í annað skipti í þessari viku sem herinn beinir skotum sínum að miðborg Beirút. Heilsugæslan sem um ræðir er sögð vera í eigu Hisbollah-samtakanna. 

Vara við fleiri árásum

Ísraelsher hefur gefið út viðvaranir til íbúa í hverfum í suðurhluta borgarinnar. Er varað við að fleiri loftárásir verði gerðar í nótt eða náinni framtíð. 

Talsmaður hersins, Avichay Adraee, birti kort á samfélagsmiðlinum X þar sem skotmörk hersins eru merkt inn. 

mbl.is