Ómótstæðilega góð satay-nautaspjót sem þú átt eftir að elska

Uppskriftir | 2. október 2024

Ómótstæðilega góð satay-nautaspjót sem þú átt eftir að elska

Valgerður Gréta Gröndal, alla jafna kölluð Valla, er sannkallaður sælkeri og kann svo sannarlega að útbúa rétt sem gestir hennar missa sig yfir. Hún gerði þessi ómótstæðilega góðu satay-nautaspjót með chili og kóríander á dögunum og tókst að heilla matargesti sína upp úr skónum.

Ómótstæðilega góð satay-nautaspjót sem þú átt eftir að elska

Uppskriftir | 2. október 2024

Girnileg satay-nautaspjót sem eiga eftir að gleðja alla sælkera.
Girnileg satay-nautaspjót sem eiga eftir að gleðja alla sælkera. Ljósmynd/Valla Gröndal

Valgerður Gréta Gröndal, alla jafna kölluð Valla, er sannkallaður sælkeri og kann svo sannarlega að útbúa rétt sem gestir hennar missa sig yfir. Hún gerði þessi ómótstæðilega góðu satay-nautaspjót með chili og kóríander á dögunum og tókst að heilla matargesti sína upp úr skónum.

Valgerður Gréta Gröndal, alla jafna kölluð Valla, er sannkallaður sælkeri og kann svo sannarlega að útbúa rétt sem gestir hennar missa sig yfir. Hún gerði þessi ómótstæðilega góðu satay-nautaspjót með chili og kóríander á dögunum og tókst að heilla matargesti sína upp úr skónum.

Satay-sósa er hennar allra uppáhalds þegar kemur að asískum mat og hún hikar ekki við að prófa sig áfram með hnetusósuna.

„Það er eitthvað við þessa blöndu af hnetusmjöri, chili, sojasósu og fleiri krydd sem er alveg ómótstæðilegt. Ég geri oft satay-sósu frá grunni en þegar ég vil flýta fyrir mér gríp ég í tilbúnu sósuna frá Blue dragon. Hún er svo ljómandi góð og passar með svo mörgu,“ segir Valla og bætir við: „Sérstaklega með nautakjöti.“

Satay-nautaspjót með chili og kóríander

  • 900 g nautakjöt, gúllas eða stærri biti sem er skorinn niður
  • 1 krukka Satay sósa frá Blue dragon
  • 2 msk. sojasósa
  • 2 msk. hnetusmjör
  • ½ rautt chili, saxað smátt
  • Safi úr ½ límónu
  • Salthnetur, saxaðar
  • Ferskt kóríander, saxað
  • Hrísgrjón eftir smekk

Aðferð:

  1. Skolið kjötið, þerrið og skerið í bita ef þarf.
  2. Setjið í skál.
  3. Setjið sósuna í skál og hrærið saman við sojasósunni, hnetusmjörinu, chili og límónusafa.
  4. Blandið 1/3 af sósunni við kjötið og marínerið í að minnsta kosti 30 mínútur.
  5. Raðið kjötinu á spjót og hitið grillið vel.
  6. Sjóðið hrísgrjón, magn eftir smekk og fjölda í mat.
  7. Grillið spjótin í 3-4 mínútur á hvorri hlið, tími fer þó eftir stærð kjötbitanna.
  8. Raðið spjótunum á fat og stráið kóríander og salthnetum yfir. Jafnvel söxuðu chili-i ef vill.
  9. Velgið sósuna aðeins og berið spjótin fram með sósunni og hrísgrjónum.
mbl.is