Rúrik Gíslason, tónlistarmaður, leikari og fyrrverandi knattspyrnumaður, er andlit nýs herrailms, Trussardi Primo, frá ítalska tískuhúsinu Trussardi. Hann greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni í gærkvöldi.
Rúrik Gíslason, tónlistarmaður, leikari og fyrrverandi knattspyrnumaður, er andlit nýs herrailms, Trussardi Primo, frá ítalska tískuhúsinu Trussardi. Hann greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni í gærkvöldi.
Rúrik Gíslason, tónlistarmaður, leikari og fyrrverandi knattspyrnumaður, er andlit nýs herrailms, Trussardi Primo, frá ítalska tískuhúsinu Trussardi. Hann greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni í gærkvöldi.
Rúrik deildi myndum og myndskeiði úr auglýsingaherferðinni og gaf fylgjendum sínum smá forsmekk af því sem koma skal. Hann stillti sér upp ásamt gráum mjóhundi, en hundategundin hefur verið einkennismerki fyrirtækisins síðustu ár.
Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn hefur haft í nógu að snúast allt frá því hann setti fótboltaskóna á hilluna. Rúrik hefur að undanförnu verið að reyna fyrir sér í leiklistinni og sló meðal annars rækilega í gegn í íslensku gamanþáttaseríunni um strákabandið IceGuys.
Rúrik er í dag við tökur á nýrri Netflix-mynd í Amsterdam. Fram kemur á vef Film.at að hann fari með hlutverk hundaþjálfarans og gúrúsins Noden, sem tekur að sér að hjálpa fimm furðulegum hundaeigendum í austurrísku ölpunum að umgangast þrjóska ferfætlinga sína og beitir óvenjulegum aðferðum.