Ísraelsher gerði í kvöld nákvæma loftárás í Beirút, höfuðborg Líbanons. Sprengingar hafa heyrst í borginni að því er fréttaritari BBC í borginni greinir frá.
Ísraelsher gerði í kvöld nákvæma loftárás í Beirút, höfuðborg Líbanons. Sprengingar hafa heyrst í borginni að því er fréttaritari BBC í borginni greinir frá.
Ísraelsher gerði í kvöld nákvæma loftárás í Beirút, höfuðborg Líbanons. Sprengingar hafa heyrst í borginni að því er fréttaritari BBC í borginni greinir frá.
Eins og í fyrri árásum hersins á borgina virðast skotmörkin vera helst í suðurhlutanum.
Ísraelskir fjölmiðlar greina frá því að herinn skjóti af herskipum sínum á Miðjarðarhafi, á Beirút.
BBC greinir frá því að herinn hafi skotið á „heilsugæslu“ sem er talin vera í eigu Hisbollah-samtakanna. Sú er í grennd við miðborg Beirút.
Íranar gerðu í gær umfangsmikla eldflaugaárás á Ísrael til að hefna fyrir dráp hersins á fyrrverandi leiðtoga Hisbollah-samtakanna, Hassan Nasrallah. Ísrael hefur heitið hefndum vegna árásarinnar.